Enski boltinn

Bilic orðaður við Chelsea

Nordic Photos/Getty Images

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata í knattspyrnu, hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Chelsea sem losnar í sumar.

Guus Hiddink lætur af störfum í lok leiktíðar eftir að hafa verið fenginn til að fylla skarð Luiz Felipe Scolari þegar hann var rekinn, en Hollendingurinn tekur ekki í mál að vera áfram hjá Chelsea.

Ef marka má breska blaðið Sun hefur framkvæmdastjóri Chelsea þegar sett sig í samband við hinn litríka Bilic um að taka við liðinu í sumar, en sá hefur reyndar útilokað að yfirgefa króatíska landsliðið fyrr en eftir HM 2010.

Það gæti reyndar breyst ef Króatía nær ekki að tryggja sér sæti á HM.

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, hefur einnig verið orðaður við stöðuna, en hann hefur gefið það út að hann ætli að vera áfram hjá ítalska félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×