Innlent

Einar K. fékk flestar útstrikanir í Norðvesturkjördæmi

Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra.
Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra.

Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra, fékk flestar útstrikanir í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardaginn.

Ríkharður Másson formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu segir að þrátt fyrir villu í tölvukerfi liggi nokkuð nákvæmar tölur fyrir um útstrikanir. Ríkharður segir útstrikanir hafi ekki áhrif á röð frambjóðenda.

Samfylkingarkonan Ólína Þorvarðardóttir fékk næstflestar útstrikanir eða 181. Þá strikuðu 158 kjósendur Vinstri grænna yfir nafn oddvitans, Jón Bjarnasonar, og 157 yfir nafn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur sem skipaði 2. sæti á lista flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 4037 atkvæði í kosningunum, Vinstri grænir 4018 og Samfylkingin 4018.

Einar, Ólína, Jón og Lilja Rafney náðu öllu kjöri í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×