Innlent

Guardian fjallar um kosningarnar

Ríkisstjórn Íslands var sú fyrsta sem kjósendur höfnuðu í kjölfar alþjóðlega fjármálahrunsins, segir í grein í Guardian í dag. Þar er fjallað um uppgjör Íslendinga við svonefndan víkingakapítalisma, sem ríkt hafi á landinu undanfarin ár. Uppgjör sem komið hafi fram í úrslitum kosninganna, og síðan spyr greinarhöfundur hvort til dæmis stjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi geti hlotið sömu örlög og sú íslenska, og af sömu ástæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×