Innlent

Mikið álag á hjálparstarfið

Karl Sigurbjörnsson
Karl Sigurbjörnsson
Álag á Hjálparstarf kirkjunnar hefur aldrei verið meira en nú, og hjálparbeiðnum fjölgar stöðugt eftir því sem fleiri missa vinnuna, sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í ræðu sinni á prestastefnu í gær.

Þegar skoðaðar eru tölur frá hjálparstarfinu kemur fram að fjölgun þeirra sem sækjast eftir aðstoð er mest í yngsta aldurshópnum, sagði Karl.

Framlög sókna og ýmissa félagasamtaka og fyrirtækja hafa verið með mesta móti í vetur, og fleiri sjálfboðaliðar komið til aðstoðar, sagði biskup. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×