Innlent

Fjáröflun félagasamtaka erfið eftir gengishrunið

Barnaþorp á vegum SOS í Mogadishu í Sómalíu.
Barnaþorp á vegum SOS í Mogadishu í Sómalíu.

Frjáls félagasamtök á Íslandi finna fyrir vaxandi erfiðleikum við fjáröflun og þess eru dæmi að Íslendingar hafi hætt stuðningi við styrktarbörn vegna fjárhagserfiðleika.

Þetta kemur fram í nýútkomnu Veftímariti um þróunarmál en gengishrun krónunnar hefur ollið miklum erfiðleikum í alþjóðastarfi. „Gengishrunið hefur mjög mikil áhrif á alþjóðastarf og skuldbindingar Rauða krossins á alþjóðavísu," segir Sólveig Ólafsdóttir sviðsstjóri. „Fjárhagsáætlanir gera ráð fyrri sömu upphæð í krónum talið til verkefna eins og fyrir gengishrun en rauðvirði er um helmingi minna."

Guðrún Margrét Pálsdóttir hjá ABC Barnahjálp tekur i sama streng og segir gengishrun krónunnar hafa bein áhrif. „Það hefur mikil áhrif á allt starf ABC að fá helmingi færri dollara til að senda og þótt allir skólar og barnaheimili ABC séu í rekstri er afar þröngt í búi, hádegiverður m.a. skorinn af í mörgum dagskólum og starfsfólki fækkað."

Nánar í Veftímariti um þróunarmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×