Enski boltinn

Gerrard verður klár um helgina

Nordic Photos/Getty Images

Fyrirliðinn Steven Gerrard verður á ný í liði Liverpool um helgina þegar það tekur á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Gerrard hefur verið frá keppni í þrjár vikur vegna nárameiðsla sem hann varð fyrir í fyrri leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni.

"Steven er í góðu standi og er að æfa með liðinu. Ég hugsa að hann verði búinn að ná sér og spili á sunnudaginn. Það eru góð tíðindi fyrir hann því hann gæti orðið algjör lykilmaður fyrir okkur í leikjunum sem eftir eru. Það er þó jákvætt að liðið hafi spilað vel og skorað mörk í fjarveru hans," sagði Rafa Benitez knattspyrnustjóri í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×