Innlent

Var próflaus á göngustígnum

Maður fótbrotnaði og hlaut áverka á baki þegar hann datt af vélhjóli á göngustíg neðan við Skarðshlíð á Akureyri á sjötta tímanum í gær.

Maðurinn, sem er 35 ára, var ekki með próf á vélhjólið. Það var auk þess mótorkross hjól og ekki skráð til notkunar utan sérstakra æfingasvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.

Maðurinn var hvorki með hjálm né annan hlífðarbúnað, og átti ekki vélhjólið. Ekki fengust upplýsingar um það í gærkvöldi hvort hann fær sekt fyrir brot sitt. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×