Kannast ekki við samkomulag um áhættusæknari fjárfestingar 4. september 2009 19:10 Enginn stjórnarmaður hjá Styrktarsjóði hjartveikra barna kannast við að hafa undirritað nýjan samning við Landsbankann, sem heimilaði áhættusæknari fjárfestingar með fjármuni sjóðsins. Stjórnin undirritaði hins vegar viðauka, þar sem bankanum er heimilað að fjárfesta í erlendum gjaldeyri - þar er hins vegar tekið fram að 90% peninganna skuli varið í ríkisbréf. Styrktarsjóðurinn tapaði 21 milljón í peningabréfum Landsbankans, og hefur stefnt bankanum fyrir að brjóta fjárfestingasamning. Sjóðurinn hélt að peningarnir væru í ríkisskuldabréfum. Við hrunið kom hins vegar í ljós að þeir voru í peningabréfum, með skuldabréfum fyrirtækja á borð við Baug, FL Group og Samson, sem nú heyra sögunni til. Í minnisblaði úr Landsbankanum kemur fram að ný fjárfestingastefna hafi verið undirrituð í maí 2008. Guðrún Pétursdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi viðauki við eldri fjárfestingasamning verið undirritaður - ekki nýr samningur. Í honum heimili stjórn sjóðsins bankanum að fjárfesta að einhverju leyti í erlendum gjaldmiðli. Í þessum viðauka sé hins vegar tekið fram, eins og fyrri samningur segi til um, að 90% af fjármununum skuli varið í innlend ríkisskuldabréf og ríkisvíxla. Aðilum ber ekki saman hér, því í minnisblaði Landsbankans kemur fram að ekkert í samningnum kveði á um lágmark í kaupum á ríkisskuldabréfum. Guðrún segist ítrekað hafa reynt að ná í Pál Benediktsson, upplýsingafulltrúa bankans, í dag til að biðja um að fá að sjá umræddan fjárfestingasamning, án árangurs. Páll sagði í samtali við fréttastofu í dag að Landsbankinn standi við það sem fram hafi komið í málinu af hálfu bankans, ný fjárfestingastefna hafi verið undirrituð. Fréttastofa fékk hins vegar ekki að sjá samninginn. Ástæðan er bankaleynd. Tengdar fréttir Hjartveik börn vilja 21 milljón í skaðabætur frá Landsbankanum Styrktarfélag hjartveikra barna vill fá 21 milljón í skaðabætur frá Landsvaka og Landsbankanum. Fyrirtaka í dómsmáli sjóðsins gegn bankanum fer fram í dag. 1. september 2009 09:50 Benda á hvorn annan vegna hjartveiku barnanna Upplýsingafulltrúar gamla og nýja Landsbankans hafa ekki viljað tjá sig um stefnu Styrktarsjóðs hjartveikra barna á hendur gamla bankanum og Landsvaka heldur benda á hvorn annan. Sjóðurinn hefur stefnt Landsvaka, sem nú tilheyrir nýja Landsbankanum og Lárusi Finnbogasyni, fyrrverandi formann skilanefndar gamla Landsbankans, vegna ráðstöfunar með fé sjóðsins í peningamarkaðssjóði Landsvaka fyrir bankahrun. 2. september 2009 15:27 Hjartveik börn og foreldrar þeirra eru fórnarlömbin Guðrún Pétursdóttir, formaður styrktarsjóðs hjartveikra barna, segir í samtali við fréttastofu að hjartveik börn og foreldrar þeirra séu fórnarlömb þess að Landsbankinn virti ekki vörslusamning sem gerður var við sjóðinn árið 2005. Fjórðungur sjóðsins gufaði upp í höndum Landsbankans. 1. september 2009 10:21 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Enginn stjórnarmaður hjá Styrktarsjóði hjartveikra barna kannast við að hafa undirritað nýjan samning við Landsbankann, sem heimilaði áhættusæknari fjárfestingar með fjármuni sjóðsins. Stjórnin undirritaði hins vegar viðauka, þar sem bankanum er heimilað að fjárfesta í erlendum gjaldeyri - þar er hins vegar tekið fram að 90% peninganna skuli varið í ríkisbréf. Styrktarsjóðurinn tapaði 21 milljón í peningabréfum Landsbankans, og hefur stefnt bankanum fyrir að brjóta fjárfestingasamning. Sjóðurinn hélt að peningarnir væru í ríkisskuldabréfum. Við hrunið kom hins vegar í ljós að þeir voru í peningabréfum, með skuldabréfum fyrirtækja á borð við Baug, FL Group og Samson, sem nú heyra sögunni til. Í minnisblaði úr Landsbankanum kemur fram að ný fjárfestingastefna hafi verið undirrituð í maí 2008. Guðrún Pétursdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, sagði í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi viðauki við eldri fjárfestingasamning verið undirritaður - ekki nýr samningur. Í honum heimili stjórn sjóðsins bankanum að fjárfesta að einhverju leyti í erlendum gjaldmiðli. Í þessum viðauka sé hins vegar tekið fram, eins og fyrri samningur segi til um, að 90% af fjármununum skuli varið í innlend ríkisskuldabréf og ríkisvíxla. Aðilum ber ekki saman hér, því í minnisblaði Landsbankans kemur fram að ekkert í samningnum kveði á um lágmark í kaupum á ríkisskuldabréfum. Guðrún segist ítrekað hafa reynt að ná í Pál Benediktsson, upplýsingafulltrúa bankans, í dag til að biðja um að fá að sjá umræddan fjárfestingasamning, án árangurs. Páll sagði í samtali við fréttastofu í dag að Landsbankinn standi við það sem fram hafi komið í málinu af hálfu bankans, ný fjárfestingastefna hafi verið undirrituð. Fréttastofa fékk hins vegar ekki að sjá samninginn. Ástæðan er bankaleynd.
Tengdar fréttir Hjartveik börn vilja 21 milljón í skaðabætur frá Landsbankanum Styrktarfélag hjartveikra barna vill fá 21 milljón í skaðabætur frá Landsvaka og Landsbankanum. Fyrirtaka í dómsmáli sjóðsins gegn bankanum fer fram í dag. 1. september 2009 09:50 Benda á hvorn annan vegna hjartveiku barnanna Upplýsingafulltrúar gamla og nýja Landsbankans hafa ekki viljað tjá sig um stefnu Styrktarsjóðs hjartveikra barna á hendur gamla bankanum og Landsvaka heldur benda á hvorn annan. Sjóðurinn hefur stefnt Landsvaka, sem nú tilheyrir nýja Landsbankanum og Lárusi Finnbogasyni, fyrrverandi formann skilanefndar gamla Landsbankans, vegna ráðstöfunar með fé sjóðsins í peningamarkaðssjóði Landsvaka fyrir bankahrun. 2. september 2009 15:27 Hjartveik börn og foreldrar þeirra eru fórnarlömbin Guðrún Pétursdóttir, formaður styrktarsjóðs hjartveikra barna, segir í samtali við fréttastofu að hjartveik börn og foreldrar þeirra séu fórnarlömb þess að Landsbankinn virti ekki vörslusamning sem gerður var við sjóðinn árið 2005. Fjórðungur sjóðsins gufaði upp í höndum Landsbankans. 1. september 2009 10:21 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Hjartveik börn vilja 21 milljón í skaðabætur frá Landsbankanum Styrktarfélag hjartveikra barna vill fá 21 milljón í skaðabætur frá Landsvaka og Landsbankanum. Fyrirtaka í dómsmáli sjóðsins gegn bankanum fer fram í dag. 1. september 2009 09:50
Benda á hvorn annan vegna hjartveiku barnanna Upplýsingafulltrúar gamla og nýja Landsbankans hafa ekki viljað tjá sig um stefnu Styrktarsjóðs hjartveikra barna á hendur gamla bankanum og Landsvaka heldur benda á hvorn annan. Sjóðurinn hefur stefnt Landsvaka, sem nú tilheyrir nýja Landsbankanum og Lárusi Finnbogasyni, fyrrverandi formann skilanefndar gamla Landsbankans, vegna ráðstöfunar með fé sjóðsins í peningamarkaðssjóði Landsvaka fyrir bankahrun. 2. september 2009 15:27
Hjartveik börn og foreldrar þeirra eru fórnarlömbin Guðrún Pétursdóttir, formaður styrktarsjóðs hjartveikra barna, segir í samtali við fréttastofu að hjartveik börn og foreldrar þeirra séu fórnarlömb þess að Landsbankinn virti ekki vörslusamning sem gerður var við sjóðinn árið 2005. Fjórðungur sjóðsins gufaði upp í höndum Landsbankans. 1. september 2009 10:21