Enski boltinn

Blatter hefur áhyggjur af ensku úrvalsdeildinni

Nordic Photos/Getty Images

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, segist hafa áhyggjur af því að enska úrvalsdeildin sé að varpa skugga á aðrar deildir í heiminum.

"Ég hef áhyggjur af því að enska úrvalsdeildin skuli vera sú sterkasta í heiminum, það er engin spurning," sagði Blatter í samtali við BBC. "Deildin er að verða svo sterk að aðrar deildir standast henni ekki snúning," sagði Blatter.

Hann hefur líka áhyggjur af þróun mála innan ensku úrvalsdeildarinnar og finnst hún ójöfn.

"Það er eitthvað að í deild þar sem tveir þriðju eða þrír fjórðu af liðunum í deildinni eru bara að keppa um að falla ekki í stað þess að keppa um titilinn," sagði Blatter og viðraði svo aftur skoðanir sínar á fjölda útlendinga í ensku úrvalsdeildinni, en honum finnst þeir allt of margir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×