Enski boltinn

Wenger vill lengri bönn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger vill að leikmenn sem gera sig seka um grófar tæklingar í leikjum verði dæmdir í lengri bönn en tíðkast hefur hingað til.

Hann nefndi sem dæmi tæklingu Kevin Nolan, leikmann Newcastle, á Everton-manninum Victor Anichebe. Sá síðarnefndi meiddist illa á hné og verður ekkert meira með á leiktíðinni. Wenger sagði tæklinguna hræðilega.

„Enska knattspyrnusambandið gæti sett á stofn sérstaka nefnd til að skoða hvort að þriggja leikja bann sé nóg," sagði Wenger í samtali við enska fjölmiðla.

„Mér finnst að tíu leikja bann sé í sumum tilfellum ekki nóg. Ef eitthvað svipað væri gert út á götu - ekki í knattspyrnuleik - færi viðkomandi í fangelsi."

Skemmst er að minnast þegar að Martin Taylor, leikmaður Birmingham, tæklaði Eduardo með skelfilegum afleiðingum. Sá síðarnefndi er nýbyrjaður að spila á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×