Enski boltinn

Salan á Liverpool gengur hægt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tom Hicks og George Gillett, eigendur Liverpool.
Tom Hicks og George Gillett, eigendur Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Talsmaður fjárfestingahóps frá Kúvæt segir viðræður við eigendur Liverpool um sölu á félaginu ganga afar hægt.

Þeir George Gillett og Tom Hicks, eigendur félagsins, eru sagðir vilja fá um 500 milljónir punda fyrir félagið. Það sé of mikið að sögn Abdulla Al-Sager, talsmanni hópsins frá Kúvæt.

„Viðræður hafa gengið virkilega illa því þeir fara fram á of mikið. Ég held að það muni ekkert gerast í þessu nema að við fáum betra verð."

Þeir Gillett og Hicks munu þurfa að endurfjármagna skuldir félagsins upp á 300 milljónir punda áður en þær gjaldfalla í júlí næstkomandi. Ef ekkert verður af sölunni nú gætu þeir þurft að sætta sig við lægra söluverð nú í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×