Kjötsúpa og þungarokk í Vítisenglaveislu 6. mars 2009 15:45 Búast má við talsverðri löggæslu á sama tíma og Vítisenglar hlusta á þungarokk og borða kjötsúpu. Margt verður á boðstólnum í innflutningsgleði Fáfnis sem verður haldin annað kvöld, en mikill viðbúnað er vegna komu Vítisengla víðsvegar úr heiminum á Leifsstöð í dag. Dómsmálaráðuneytið hefur sagt fyrirhugaðan fagnað Fáfnis ógna allsherjareglu og þjóðaröryggi. Enn hefur enginn Vítisengill komið inn í landið en félagar þeirra, með Jóni Trausta Lútherssyni fremstan í flokki, bíða eftir þeim upp á Leifstöð. Samkvæmt heimildum verður mörgu tjaldað til á morgun en Vítisengla-veislan verður haldin í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði nærri Straumsvík. Meðal þess sem verður á boðstólnum er alíslensk kjötsúpa sem Fáfnis-maðurinn Sverrir Þór Einarsson, betur þekktur sem Sverrir Tattú, hyggst elda. Þá munu verða haldnir tónleikar en það er þungarokkahljómsveitin Dark Harvest, með gítarleikaranum Gulla Falk í farabroddi, sem mun spila fyrir dansi. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar fyrir Vítisengla því þeir spiluðu fyrir þá í Noregi fyrir um ári síðan. Svo virðist sem Vítisenglarnir hafi tekið ástfóstri við hljómsveitina sem mun spila í annað sinn fyrir englana á morgun. Viðbúnað lögreglunnar er gríðarlegur, meðal annars hefur landamæraeftirlit verið hert til muna. Þá má búast við mikilli löggæslu í kringum fagnað Fáfnismanna á morgun. Að auki hefur Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gefið út yfirlýsingu varðandi félagsheimili vélhjólamannanna. Þá sagði Lúðvík Geirsson í fréttum Stöðvar 2 í gær að bæjaryfirvöld myndu sjá til þess að Fáfnismenn héldu sig innan ramma laganna. Viðbúið er að veislan hefjist síðdegis á morgun með pompi og prakt. Tengdar fréttir Klúbbhús Fáfnis í ólöglegu húsnæði Klúbbhús vélhljólaklúbbsins Fáfnis sem fyrirhugað er að opna um helgina er í ólöglegu húsnæði. Það er byggt og samþykkt sem iðnaðarhúsnæði og öll breyting á því í aðra veru er ekki heimil. 5. mars 2009 12:59 Tugir Vítisengla væntanlegir í dag Vítisenglar frá öllum Norðurlöndunum og víðar munu reyna að komast inn í landið í dag þrátt fyrir hert landamæraeftirlit samkvæmt heimildum Vísis. Um er að ræða tugi Vítisengla víða um heim. Meðal annars munu Vítisenglarnir koma frá Þýskalandi, Frakklandi, Sviss, Bretlandi og nokkrir frá Bandaríkjunum auk Norðurlandanna. Þeir fyrstu munu koma hingað með flugi um hádegisbilið og er búist við að þeir síðustu munu lenda á Íslandi um miðnætti. 6. mars 2009 10:19 Fáfnir opnar nýtt klúbbhús Vélhjólaklúbburinn Fáfnir ætlar að opna nýtt klúbbhús í Hafnarfirði um næstu helgi. Fáfnir er opinber stuðningsklúbbur Hell's Angels klíkunnar sem ítrekað hefur reynt að ná fótfestu hér á landi. 4. mars 2009 19:57 Sýslumaður tjáir sig ekki um komu Vítisenglanna Lögreglan og sýslumannsembættið vill ekki tjá sig um ákvörðun dómsmálaráðuneytis um tímabundna upptöku á landamæraeftirliti hér á landi. 5. mars 2009 16:23 Vítisenglaveisla ógn við þjóðaröryggi Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá 5. mars til og með 7. mars. Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu kemur fram að breytingunni sé ætlað að „koma í veg fyrir væntanlega komu ákveðins hættulegs hóps frá og um nágrannalönd Íslands í Evrópu.“ 5. mars 2009 13:04 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Margt verður á boðstólnum í innflutningsgleði Fáfnis sem verður haldin annað kvöld, en mikill viðbúnað er vegna komu Vítisengla víðsvegar úr heiminum á Leifsstöð í dag. Dómsmálaráðuneytið hefur sagt fyrirhugaðan fagnað Fáfnis ógna allsherjareglu og þjóðaröryggi. Enn hefur enginn Vítisengill komið inn í landið en félagar þeirra, með Jóni Trausta Lútherssyni fremstan í flokki, bíða eftir þeim upp á Leifstöð. Samkvæmt heimildum verður mörgu tjaldað til á morgun en Vítisengla-veislan verður haldin í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði nærri Straumsvík. Meðal þess sem verður á boðstólnum er alíslensk kjötsúpa sem Fáfnis-maðurinn Sverrir Þór Einarsson, betur þekktur sem Sverrir Tattú, hyggst elda. Þá munu verða haldnir tónleikar en það er þungarokkahljómsveitin Dark Harvest, með gítarleikaranum Gulla Falk í farabroddi, sem mun spila fyrir dansi. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar fyrir Vítisengla því þeir spiluðu fyrir þá í Noregi fyrir um ári síðan. Svo virðist sem Vítisenglarnir hafi tekið ástfóstri við hljómsveitina sem mun spila í annað sinn fyrir englana á morgun. Viðbúnað lögreglunnar er gríðarlegur, meðal annars hefur landamæraeftirlit verið hert til muna. Þá má búast við mikilli löggæslu í kringum fagnað Fáfnismanna á morgun. Að auki hefur Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gefið út yfirlýsingu varðandi félagsheimili vélhjólamannanna. Þá sagði Lúðvík Geirsson í fréttum Stöðvar 2 í gær að bæjaryfirvöld myndu sjá til þess að Fáfnismenn héldu sig innan ramma laganna. Viðbúið er að veislan hefjist síðdegis á morgun með pompi og prakt.
Tengdar fréttir Klúbbhús Fáfnis í ólöglegu húsnæði Klúbbhús vélhljólaklúbbsins Fáfnis sem fyrirhugað er að opna um helgina er í ólöglegu húsnæði. Það er byggt og samþykkt sem iðnaðarhúsnæði og öll breyting á því í aðra veru er ekki heimil. 5. mars 2009 12:59 Tugir Vítisengla væntanlegir í dag Vítisenglar frá öllum Norðurlöndunum og víðar munu reyna að komast inn í landið í dag þrátt fyrir hert landamæraeftirlit samkvæmt heimildum Vísis. Um er að ræða tugi Vítisengla víða um heim. Meðal annars munu Vítisenglarnir koma frá Þýskalandi, Frakklandi, Sviss, Bretlandi og nokkrir frá Bandaríkjunum auk Norðurlandanna. Þeir fyrstu munu koma hingað með flugi um hádegisbilið og er búist við að þeir síðustu munu lenda á Íslandi um miðnætti. 6. mars 2009 10:19 Fáfnir opnar nýtt klúbbhús Vélhjólaklúbburinn Fáfnir ætlar að opna nýtt klúbbhús í Hafnarfirði um næstu helgi. Fáfnir er opinber stuðningsklúbbur Hell's Angels klíkunnar sem ítrekað hefur reynt að ná fótfestu hér á landi. 4. mars 2009 19:57 Sýslumaður tjáir sig ekki um komu Vítisenglanna Lögreglan og sýslumannsembættið vill ekki tjá sig um ákvörðun dómsmálaráðuneytis um tímabundna upptöku á landamæraeftirliti hér á landi. 5. mars 2009 16:23 Vítisenglaveisla ógn við þjóðaröryggi Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá 5. mars til og með 7. mars. Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu kemur fram að breytingunni sé ætlað að „koma í veg fyrir væntanlega komu ákveðins hættulegs hóps frá og um nágrannalönd Íslands í Evrópu.“ 5. mars 2009 13:04 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Klúbbhús Fáfnis í ólöglegu húsnæði Klúbbhús vélhljólaklúbbsins Fáfnis sem fyrirhugað er að opna um helgina er í ólöglegu húsnæði. Það er byggt og samþykkt sem iðnaðarhúsnæði og öll breyting á því í aðra veru er ekki heimil. 5. mars 2009 12:59
Tugir Vítisengla væntanlegir í dag Vítisenglar frá öllum Norðurlöndunum og víðar munu reyna að komast inn í landið í dag þrátt fyrir hert landamæraeftirlit samkvæmt heimildum Vísis. Um er að ræða tugi Vítisengla víða um heim. Meðal annars munu Vítisenglarnir koma frá Þýskalandi, Frakklandi, Sviss, Bretlandi og nokkrir frá Bandaríkjunum auk Norðurlandanna. Þeir fyrstu munu koma hingað með flugi um hádegisbilið og er búist við að þeir síðustu munu lenda á Íslandi um miðnætti. 6. mars 2009 10:19
Fáfnir opnar nýtt klúbbhús Vélhjólaklúbburinn Fáfnir ætlar að opna nýtt klúbbhús í Hafnarfirði um næstu helgi. Fáfnir er opinber stuðningsklúbbur Hell's Angels klíkunnar sem ítrekað hefur reynt að ná fótfestu hér á landi. 4. mars 2009 19:57
Sýslumaður tjáir sig ekki um komu Vítisenglanna Lögreglan og sýslumannsembættið vill ekki tjá sig um ákvörðun dómsmálaráðuneytis um tímabundna upptöku á landamæraeftirliti hér á landi. 5. mars 2009 16:23
Vítisenglaveisla ógn við þjóðaröryggi Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá 5. mars til og með 7. mars. Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu kemur fram að breytingunni sé ætlað að „koma í veg fyrir væntanlega komu ákveðins hættulegs hóps frá og um nágrannalönd Íslands í Evrópu.“ 5. mars 2009 13:04