Innlent

Klúbbhús Fáfnis í ólöglegu húsnæði

Klúbbhús vélhljólaklúbbsins Fáfnis sem fyrirhugað er að opna um helgina er í ólöglegu húsnæði. Það er byggt og samþykkt sem iðnaðarhúsnæði og öll breyting á því í aðra veru er ekki heimil.

Haft var eftir talsmanni Fáfnis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafi veitt sitt samþykki sem og lögreglan.

Hafnarfjarðarbær hefur í tilefni fréttarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að enginn fótur sé fyrir því að því að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði eða lögreglan hafi veitt leyfi fyrir starfsemi Fáfnis á þessu svæði eða annarsstaðar í bænum. Engin erindi hafi verið til umfjöllunar eða afgreiðslu hjá bæjaryfirvöldum vegna málsins.

,,Umrætt hús þar sem félagsmenn eru að koma sér fyrir í er byggt og samþykkt sem iðnaðarhúsnæði og öll breyting á því í aðra veru ekki heimil," segir í yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar.

Fáfnir er opinber áhangendaklúbbur Hells' Angels klíkunnar sem ítrekað hefur reynt að ná fótfestu hér á landi.






Tengdar fréttir

Fáfnir opnar nýtt klúbbhús

Vélhjólaklúbburinn Fáfnir ætlar að opna nýtt klúbbhús í Hafnarfirði um næstu helgi. Fáfnir er opinber stuðningsklúbbur Hell's Angels klíkunnar sem ítrekað hefur reynt að ná fótfestu hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×