Enski boltinn

Hiddink ræddi við Cole

Nordic Photos/Getty Images

Guus Hiddink knattspyrnustjóri Chelsea segist vera búinn að ræða við Ashley Cole vegna agabrots hans á miðvikudagskvöldið.

Cole fékk sér full mikið í glas eftir góðgerðakvöldverð hjá Chelsea og þurfti að dúsa í þrjá tíma í fangaklefa eftir að hafa hagað sér dólgslega.

"Ég vil ekki gera of mikið úr þessu máli. Ashley verður í hópnum á morgun (gegn Coventry í bikarnum). Ég ræddi við hann í morgun og hann hefur beðiðst afsökunar opinberlega. Það eru reglur um svona lagað hjá félaginu og við munum eiga við þetta mál innanhúss," sagði Hiddink á blaðamannafundi í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×