Segja skýrslu vistheimilisnefndar lögfræðilegan orðaleik 13. september 2009 14:17 Vistheimilisnefndin skilaði áfangaskýrslu í vikunni. Myndin er frá því að nefndin skilaði svartri skýrslu um Breiðuvík. Mynd/GVA Fólk sem var vistað á Kumbaravogi í æsku er afar ósátt við þann hluta skýrslu vistheimilisnefndar sem fjallar um Kumbaravog. Þau vilja að þessi tiltekni hluti skýrslunnar verði endurskoðaður. Þau segja að játning manns hjá lögreglu um kynferðisbrot hafi verið dregin í efa í skýrslunni. Skýrslan er lögfræðilegur orðaleikur, að mati Maríu Halldórsdóttur. María, Elvar Jakobsson og Erna Agnarsdóttir voru gestir í þætti Sigurjón M. Egilsson á Bylgjunni í morgun. Þau dvöldu öll á Kumbaravogi í æsku. Erna lengst eða í rúm tíu ár frá 1965 til 1975. Hluti barna og unglinga á Kumbaravogi, Heyrnleysingjaskólanum og Bjargi þurftu að þola kynferðislegt ofbeldi eða áreiti og andlegt og líkamlegt ofbeldi á þessum stofnunum sem voru reknar af ríkinu. Þetta kom fram í skýrslu vistheimilisnefndar sem kynnt var í síðustu viku. „Þessi skýrsla er framlenging á þeirri niðurlægingu sem við höfum orðið fyrir" sagði María. Sá hluti skýrslunnar þar sem segir að meiri líkur en minni séu á að börn hafi verið misnotuð á vistheimilinu sé lögfræðilegur orðaleikur. Fyrir liggi hjá lögreglu játning manns sem kom sem gestur á Kumbaravog og misnotaði drengi sem voru þar, þar á meðal Elvar. Elvar, María og Erna eru óánægð með að ekki hafi verið tekið undir sjónarmið þeirra við gerð skýrslunnar. Auk þess hafi verið eðlilegra að skipta þeim hluta sem fjallar um Kumbaravog upp í nokkur tímabil. Þau ætla að óska eftir því að skýrslan verði endurskoðuð. Hægt er að hlusta á þáttinn hér. Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Fólk sem var vistað á Kumbaravogi í æsku er afar ósátt við þann hluta skýrslu vistheimilisnefndar sem fjallar um Kumbaravog. Þau vilja að þessi tiltekni hluti skýrslunnar verði endurskoðaður. Þau segja að játning manns hjá lögreglu um kynferðisbrot hafi verið dregin í efa í skýrslunni. Skýrslan er lögfræðilegur orðaleikur, að mati Maríu Halldórsdóttur. María, Elvar Jakobsson og Erna Agnarsdóttir voru gestir í þætti Sigurjón M. Egilsson á Bylgjunni í morgun. Þau dvöldu öll á Kumbaravogi í æsku. Erna lengst eða í rúm tíu ár frá 1965 til 1975. Hluti barna og unglinga á Kumbaravogi, Heyrnleysingjaskólanum og Bjargi þurftu að þola kynferðislegt ofbeldi eða áreiti og andlegt og líkamlegt ofbeldi á þessum stofnunum sem voru reknar af ríkinu. Þetta kom fram í skýrslu vistheimilisnefndar sem kynnt var í síðustu viku. „Þessi skýrsla er framlenging á þeirri niðurlægingu sem við höfum orðið fyrir" sagði María. Sá hluti skýrslunnar þar sem segir að meiri líkur en minni séu á að börn hafi verið misnotuð á vistheimilinu sé lögfræðilegur orðaleikur. Fyrir liggi hjá lögreglu játning manns sem kom sem gestur á Kumbaravog og misnotaði drengi sem voru þar, þar á meðal Elvar. Elvar, María og Erna eru óánægð með að ekki hafi verið tekið undir sjónarmið þeirra við gerð skýrslunnar. Auk þess hafi verið eðlilegra að skipta þeim hluta sem fjallar um Kumbaravog upp í nokkur tímabil. Þau ætla að óska eftir því að skýrslan verði endurskoðuð. Hægt er að hlusta á þáttinn hér.
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira