Íslenski boltinn

Fylkir staðfestir komu Baldurs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Baldur með þeim Kristni Tómassyni og Þórði Gíslasyni stjórnarmönnum hjá Fylki.
Baldur með þeim Kristni Tómassyni og Þórði Gíslasyni stjórnarmönnum hjá Fylki. Mynd/Heimasíða Fylkis

Baldur Bett skrifaði í gærkvöldi undir tveggja ára samning við Fylki en Vísir greindi frá því í gær að hann væri hættur hjá Val og á leið til Fylkis.

Fram kemur á heimasíðu Fylkis að það hafi verið markmið knattspyrnudeildar félagsins að fá til liðsins reynslumikinn miðvallarleikmann eftir að Ólafur Ingi Stígsson ákvað að leggja skóna á hilluna síðastliðið haust.

Fylkir hafði áður fengið Odd Inga Guðmundsson frá Þrótti en hann er uppalinn í Árbænum og var einnig á mála hjá danska liðinu Esbjerg.

Baldur á að baki 145 leiki í efstu deild með Val og FH. Hann hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari, þrívegis með FH og einu sinni með Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×