Enski boltinn

Góður sigur hjá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samir Nasri í leiknum í dag.
Samir Nasri í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Arsenal vann 3-0 sigur á Hull í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn var nokkuð dramatískur en allt ætlaði að sjóða upp úr eftir að Samir Nasri traðkaði á Richard Garcia, leikmanni Hull.

Nasri slapp þó með áminningu en skömmu síðar kom Denilson Arsenal yfir með mark beint úr umdeildri aukaspyrnu.

Hull fékk gott tækifæri til að jafna metin er liðið fékk ódýra vítaspyrnu en Manuel Almunia varði frá Geovanni.

Eduardo kom svo Arsenal tveimur mörkum yfir með marki af stuttu færi og Abou Diaby innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki Arsenal.

Arsenal endurheimti þriðja sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er með 35 stig - aðeins tveimur á eftir Manchester United og á þar að auki leik til góða. Chelsea er svo á toppnum með 40 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×