Enski boltinn

Liverpool á eftir Albiol

Raul Albiol, leikmaður Valencia, til vinstri.
Raul Albiol, leikmaður Valencia, til vinstri. Nordic Photos / AFP

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Liverpool hafi áhuga á að fá varnarmanninn Raul Albiol frá Valencia.

Valencia á í nokkrum fjárhagsvandræðum og gæti því þurft að selja nokkra af sínu sterkustu leikmönnum. Albiol er einn þeirra og eru fleiri félög en Liverpool sögð vera að fylgjast með honum.

Real Madrid er einnig sagt áhugasamt um leikmanninn sem getur ýmist spilað sem miðvörður eða varnarsinnaður miðjumaður.

Albiol á tvö ár eftir af samningi sínum og segja spænskir fjölmiðlar að hann gæti verið falur fyrir þrettán milljónir evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×