Börn í Árnesi missa íþróttaaðstöðu sína 19. janúar 2009 03:00 Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur samið við Landsvirkun um að leigja hluta af félagsheimilinu Árnesi undir upplýsingamiðstöð um virkjanirnar í Þjórsá fyrir samtals 85 milljónir í tíu ár. Landsvirkjun ætlar að leigja 250 fermetra af íþróttaaðstöðu og mötuneyti í félagsheimilinu Árnesi undir upplýsingamiðstöð um virkjanirnar í Þjórsá til tíu ára. Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps kannar möguleikana á að byggja í staðinn nýtt íþróttahús við félagsheimilið þó að aðeins fimmtíu nemendur séu í Þjórsárskóla og þeim fari fækkandi. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um leiguna í fyrra. Landsvirkjun greiðir 85 milljónir, eða 8,5 milljónir króna á ári í tíu ár, fyrir húsnæði undir upplýsingamiðstöðina í Árnesi. Gert er ráð fyrir þessum tekjum í fjárhagsáætlun hreppsins fyrir þetta ár þó ekki hafi enn verið skrifað undir samninginn og seinkun fyrirsjáanleg vegna efnahagsástandsins. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að svipuð upplýsingamiðstöð verði í Árnesi og er í Végarði í Fljótsdal. Hann býst við að byggt verði við Árnes og að leiguféð verði notað í það. Þetta komi þó ekki í ljós fyrr en framkvæmdir Landsvirkjunar hefjist. Hann á ekki von á því að upplýsingamiðstöðin verði opnuð í bráð. Björgvin Skafti Jónsson hreppsnefndarmaður segir að upphaflega hafi verið rætt um að upplýsingamiðstöðin kæmi ekki niður á skólastarfinu og að börnin yrðu áfram í íþróttum í Árnesi þó að miðstöðin yrði þar til húsa en það hafi greinilega breyst. Hann vill láta kanna aðra möguleika áður en ákveðið verður að byggja íþróttahús, til dæmis að senda börnin í skóla á Flúðum. Sigþrúður Jónsdóttir, íbúi í hreppnum, „er ekki hrifin af því að Landsvirkjun leigi félagsheimilið okkar. Mér finnst óþægilegt að þetta fyrirtæki, sem stendur að framkvæmdum sem ég hef barist gegn í langan tíma, fái inni í okkar sameiginlega félagsheimili. Framkvæmdirnar eru ákaflega umdeildar og þetta er mjög djúpstætt hjá fólki. Mér finnst því óþægilegt að þetta fyrirtæki leigi þessa sameiginlegu eign okkar sem hér búum.“ Sigþrúður telur að með leigunni sé Landsvirkjun að stinga snuði upp í íbúana til að þeir láti þetta yfir sig ganga. Fáir viti af málinu. Hún segir að sagt hafi verið frá þessu á íbúafundi í desember en íbúar séu lítið spurðir álits og leigan hafi ekkert verið rædd. Hún gerir ráð fyrir að skiptar skoðanir séu líka um byggingu íþróttahúss. ghs@frettabladid.is Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Landsvirkjun ætlar að leigja 250 fermetra af íþróttaaðstöðu og mötuneyti í félagsheimilinu Árnesi undir upplýsingamiðstöð um virkjanirnar í Þjórsá til tíu ára. Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps kannar möguleikana á að byggja í staðinn nýtt íþróttahús við félagsheimilið þó að aðeins fimmtíu nemendur séu í Þjórsárskóla og þeim fari fækkandi. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um leiguna í fyrra. Landsvirkjun greiðir 85 milljónir, eða 8,5 milljónir króna á ári í tíu ár, fyrir húsnæði undir upplýsingamiðstöðina í Árnesi. Gert er ráð fyrir þessum tekjum í fjárhagsáætlun hreppsins fyrir þetta ár þó ekki hafi enn verið skrifað undir samninginn og seinkun fyrirsjáanleg vegna efnahagsástandsins. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að svipuð upplýsingamiðstöð verði í Árnesi og er í Végarði í Fljótsdal. Hann býst við að byggt verði við Árnes og að leiguféð verði notað í það. Þetta komi þó ekki í ljós fyrr en framkvæmdir Landsvirkjunar hefjist. Hann á ekki von á því að upplýsingamiðstöðin verði opnuð í bráð. Björgvin Skafti Jónsson hreppsnefndarmaður segir að upphaflega hafi verið rætt um að upplýsingamiðstöðin kæmi ekki niður á skólastarfinu og að börnin yrðu áfram í íþróttum í Árnesi þó að miðstöðin yrði þar til húsa en það hafi greinilega breyst. Hann vill láta kanna aðra möguleika áður en ákveðið verður að byggja íþróttahús, til dæmis að senda börnin í skóla á Flúðum. Sigþrúður Jónsdóttir, íbúi í hreppnum, „er ekki hrifin af því að Landsvirkjun leigi félagsheimilið okkar. Mér finnst óþægilegt að þetta fyrirtæki, sem stendur að framkvæmdum sem ég hef barist gegn í langan tíma, fái inni í okkar sameiginlega félagsheimili. Framkvæmdirnar eru ákaflega umdeildar og þetta er mjög djúpstætt hjá fólki. Mér finnst því óþægilegt að þetta fyrirtæki leigi þessa sameiginlegu eign okkar sem hér búum.“ Sigþrúður telur að með leigunni sé Landsvirkjun að stinga snuði upp í íbúana til að þeir láti þetta yfir sig ganga. Fáir viti af málinu. Hún segir að sagt hafi verið frá þessu á íbúafundi í desember en íbúar séu lítið spurðir álits og leigan hafi ekkert verið rædd. Hún gerir ráð fyrir að skiptar skoðanir séu líka um byggingu íþróttahúss. ghs@frettabladid.is
Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira