Íslenski boltinn

Halldór Hermann: Stefnan alltaf verið á Evrópusæti

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Maður leiksins, Halldór Hermann
Maður leiksins, Halldór Hermann Mynd/Arnþór
Halldór Hermann Jónsson átti mjög góðan leik fyrir Fram gegn Val í kvöld og var hæstánægður með sigurinn.

"Þetta var fínn leikur. Ég er mjög ánægður með að við komum vel til baka," sagði Halldór.

"Þetta small ekki í fyrri hálfleik, það var einhver deyfð yfir liðinu í heild sinni. Við vorum ekki nógu sannfærandi en svo fengum við þrusu ræðu í hálfleik og þá komum við til baka. Við fórum að spila betur."

"Við urðum ekki taugaóstyrkir við að fá marki á okkur. Við vissum að við myndum fá okkar færi og ná að jafna og vinna. það er ekkert stress í þessu liði. Við höfum oft komið til baka og ráðum vel við að lenda undir."

"Þeir fóru að sækja á fleiri mönnum í lokin og að opnaði fyrir hraðar skyndisóknir hjá okkur og við fengum góð færi til að setja þriðja markið í restina."

"Við höfum alltaf horft í Evrópusætið þó við höfum verið neðarlega í töflunni. Við vitum að þetta kemur allt í ljós í endann. Við tókum góðan lokasprett í fyrra og við getum alveg eins gert það núna. Við erum á góðum spretti og ætlum aftur í Evrópukeppni," sagði Halldór að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×