Íslenski boltinn

Bjarni: Svona er fótboltinn stundum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson. Mynd/Anton

„Þetta datt þeirra megin og svona er fótboltinn stundum. Þeir fá vítaspyrnudóm sem við hefðum átt að fá stuttu áður en fengum ekki og það skilur á milli í kvöld.

Þetta var annars bara baráttuleikur þar sem mér fannst þeir betri í fyrri hálfleik en við í þeim seinni. Ég hefði verið svekktur ef mínir menn hefðu ekki lagt sig fram en mér fannst þeir gera það þannig að svona er þetta bara," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar eftir 2-1 tap liðsins gegn Fylki.

Stjarnan var í kvöld að tapa sínum þriðja leik í deildinni í röð og Bjarni segist hafa reiknað með því að liðið myndi lenda í svona kafla einhvern tímann í sumar.

„Auðvitað átti maður von á því að við þyrftum að fara í gegnum einhverjar brekkur og við erum í brekku núna og þurfum bara að komast upp hana og halda áfram. Staða okkar í deildinni er annars ekkert slæm miðað við spár sérfræðinga fyrir mót," sagði Bjarni og brosti við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×