Íslenski boltinn

Atli Eðvaldsson: Stutt í fallbaráttuna

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Atli er kominn í erfiða stöðu með Val
Atli er kominn í erfiða stöðu með Val Mynd/Arnþór
Það var ekki upplitsdjarfur Atli Eðvaldsson sem gekk í átt til búningsherbergja áður en hann gaf Vísi viðtal eftir ósigurinn gegn Fram í kvöld.

"Ég er mjög vonsvikinn að hafa tapað þessu. Það var óþarfi. Við þurfum að gera þrjár breytingar á skömmum tíma í seinni hálfleik og leikurinn riðlast mikið við það. Þá gefum við þeim mörk og það eru persónulegir feilar leikmanna sem verða til þess að mörkin eru skoruð. Við þurfum að koma í veg fyrir þetta ef við ætlum að vinna leiki. Við þurfum að verja 1-0 stöðu okkar. Hræðslan við að hinir jafna verður svo mikil að við hættum að spila fótbolta."

"Ég held að þetta sé mjög sálrænt. Ég þekki þetta þegar lið fær svona seríu. Þegar lið fær sigurseríu þá getur það gert það sem það vill og vinnur leikina og veit stundum ekki hvernig það gerist. Svo þegar lið fá svona seríu þá þarf að stoppana því stundum veit maður ekki hvað þeir gera vitlaust því sömu mistökin koma upp aftur og aftur. Menn þora ekki og missa sjálfstraustið. Við þurfum að vinna í þessu og munum gera það."

"Það er heldur betur stutt í fallbaráttuna og við eigum Þrótt í næsta leik. Hann er leikur sem við verðum að vinna. Við þurfum að halda áfram og snúa þessu við. Við getum ekki hlaupist undan merkjum, við þurfum að halda áfram."

"Við erum farnir að spila ágætlega en maður sér það þegar við mark á okkur í kvöld þá verður þetta erfitt. við hefðum getað skorað og jafnað en þetta er erfitt," sagði Atli að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×