Íslenski boltinn

Ólafur: Ekkert skemmtilegra en að spila fótbolta á blautu grasi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ólafur Þórðarson.
Ólafur Þórðarson. Mynd/Valli

„Þetta voru gríðarlega mikilvæg stig. Þetta var ekkert fallegasti fótboltaleikur sem maður hefur séð en þetta eru tvö lið sem eru í baráttunni í efri hlutanum og eru að leggja mikið á sig og það skein í gegn í þessum leik.

Blauta grasið ýtti líka undir smá tæklingar og hörku og það er náttúrlega ekkert skemmtilegra en að spila fótbolta við þessar aðstæður á blautu grasinu," sagði kampakátur Ólafur Þórðarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok eftir 2-1 sigur Fylkis gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni.

„Sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var því við vorum ekkert að spila mikið betur en þeir eða þeir mikið betur en við. Þetta féll bara með okkur í kvöld og ég er sáttur með það. Dómarinn ákvað að dæma vítaspyrnu á þá og við græddum á því í kvöld," sagði Ólafur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×