Erlent

Þurfa að vinna sameiginlega að lausn efnahagskreppunnar

Barack Obama.
Barack Obama.

Bandaríkin og Kína verða að koma alþjóðaviðskiptum og lánamörkuðum í lag til þess að ná tökum á efnahagskreppunni sem geysar um allan heim. Þetta voru þeir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Hu Jintao, forseti Kína, sammála um þegar þeir ræddu saman í símann í dag.

„Forsetarnir tveir ræddu fjármálakreppuna í heiminum og voru sammála um að aukin og náin samvinna á milli Bandaríkjanna og Kína væri mjög mikilvæg," sagði í tilkynningu frá Hvíta húsinu, sem Reuters vísar til í dag. „Obama forseti lagði áherslu á að koma alþjóðaviðskiptum í lag og örva hagkerfi heimsins og virkja lánamarkaði," segir jafnframt í yfirlýsingunni.

Xinhua fréttastofan segir að Hu Jintao geri sér grein fyrir framlagi Bandaríkjanna til þess að reyna að leysa efnahagskreppunna og taki undir þau sjónarmið að Kína og Bandaríkin þyrftu að hafa nána samvinnu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×