Innlent

Margrét Frímannsdóttir verður áfram á Litla - Hrauni

Margrét Frímannsdóttir verður áfram í embætti forstöðumanns fangelsisins.
Margrét Frímannsdóttir verður áfram í embætti forstöðumanns fangelsisins.

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Margréti Frímannsdóttur í embætti forstöðumanns Fangelsisins Litla-Hrauni frá og með 1. febrúar næstkomandi. Margrét hefur gegnt embætti forstöðumanns fangelsisins undanfarið ár í forföllum fyrrverandi forstöðumanns.

Níu umsóknir bárust um embættið en umsóknarfrestur rann út 15. janúar síðastliðinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×