Enski boltinn

Benitez nánast búinn að gefast upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benitez er ekki bjartsýnn á að taka bikarinn af Ferguson í vetur.
Benitez er ekki bjartsýnn á að taka bikarinn af Ferguson í vetur. Nordic Photos/Getty Images

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, játaði sig nánast sigraðan í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 2-0 tap gegn Boro í dag.

„Það var mjög erfitt að ná United fyrir leikinn og það er enn erfiðara eftir þessi úrslit," sagði Benitez súr en Liverpool hafði ekki tapað í 15 leikjum í röð í deildinni áður en það fór á Riverside.

„Nú veltur allt á United en þetta verður augljóslega mjög erfitt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×