Sturla um Egil: „Skeytir hvorki um skömm né heiður“ 15. október 2009 12:04 Sturla Böðvarsson. Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis segir Egil Helgason fjölmiðlamann halda úti ritsóðasíðu og hann skrif hans einkennist af ómálefnanlegum umsögnum um nafngreinda aðila. Sturla furðar sig á því að heimasíða Ríkisútvarpsins skuli auglýsa bloggsíðu Egils. Þetta kemur fram í pistli sem Sturla skrifar á Pressuna í dag. „Á þessari bloggsíðu heldur Egill úti mestu ritsóðasíðu sem þekkist og þar er hann sjálfur fremstur meðal jafningja og ýtir undir stóryrði og sleggjudóma og dregur að nafnlausa skríbenta sem fylgja honum eftir þegar honum tekst „best" upp í því að ráðast að nafngreindum mönnum og skeytir þá hvorki um skömm né heiður þegar hann lætur gamminn geysa," skrifar Sturla sem telur Egil þó vera um margt hugmyndaríkan og flinkan þáttastjórnanda. „En hann kann sér ekkert hóf í bloggfærslum sínum og ýtir undir ósómann sem fylgir með þegar hann skrifar og opnar síðan fyrir umsagnir um það sem hann setur fram. Skrif hans á blogginu eru jafnan mjög ómálefnalegar umsagnir og viðbrögð við því sem er í fréttum. Þar setur hann fram nær undantekningarlaust einhverjar fullyrðingar og oft meiðandi ummæli um nafngreinda menn sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en Egill sem bloggar á Eyjunni í skjóli RÚV og fer þá lítið fyrir hlutleysi þessa starfsmanns ríkisútvarpsins." Sturla veltir því síðan fyrir sér hvað þeim sómakæru mönnum Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Óðni Jónssyni fréttastjóra gangi til, „að láta það viðgangast að starfsmaður RÚV fái slíkan persónulegan aðgang að síðu RÚV." Hann segir Egil síðan nota þessa vel auglýstu síðu til þess að þjóna lund sinni gagnvart þeim sem honum er í nöp við einhverra hluta vegna. Hann opni síðan í gegnum blogg sitt inn á lendur ómálefnanlegrar umræðu, rógs og illmælgi í skjóli nafnleyndar. „Málfrelsi og ritfrelsi eru dýrmæt. En öllu frelsi fylgir ábyrgð og því tek ég undir athugasemdir sem koma fram í Fréttablaðinu á dögunum. Það er mikilvægt að ýta ekki undir ómálefnalega umræðu og persónuníð í umræðum á netinu. Ábyrgð þeirra sem það stunda er mikil." Hægt er að lesa pistil Sturlu hér. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis segir Egil Helgason fjölmiðlamann halda úti ritsóðasíðu og hann skrif hans einkennist af ómálefnanlegum umsögnum um nafngreinda aðila. Sturla furðar sig á því að heimasíða Ríkisútvarpsins skuli auglýsa bloggsíðu Egils. Þetta kemur fram í pistli sem Sturla skrifar á Pressuna í dag. „Á þessari bloggsíðu heldur Egill úti mestu ritsóðasíðu sem þekkist og þar er hann sjálfur fremstur meðal jafningja og ýtir undir stóryrði og sleggjudóma og dregur að nafnlausa skríbenta sem fylgja honum eftir þegar honum tekst „best" upp í því að ráðast að nafngreindum mönnum og skeytir þá hvorki um skömm né heiður þegar hann lætur gamminn geysa," skrifar Sturla sem telur Egil þó vera um margt hugmyndaríkan og flinkan þáttastjórnanda. „En hann kann sér ekkert hóf í bloggfærslum sínum og ýtir undir ósómann sem fylgir með þegar hann skrifar og opnar síðan fyrir umsagnir um það sem hann setur fram. Skrif hans á blogginu eru jafnan mjög ómálefnalegar umsagnir og viðbrögð við því sem er í fréttum. Þar setur hann fram nær undantekningarlaust einhverjar fullyrðingar og oft meiðandi ummæli um nafngreinda menn sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en Egill sem bloggar á Eyjunni í skjóli RÚV og fer þá lítið fyrir hlutleysi þessa starfsmanns ríkisútvarpsins." Sturla veltir því síðan fyrir sér hvað þeim sómakæru mönnum Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Óðni Jónssyni fréttastjóra gangi til, „að láta það viðgangast að starfsmaður RÚV fái slíkan persónulegan aðgang að síðu RÚV." Hann segir Egil síðan nota þessa vel auglýstu síðu til þess að þjóna lund sinni gagnvart þeim sem honum er í nöp við einhverra hluta vegna. Hann opni síðan í gegnum blogg sitt inn á lendur ómálefnanlegrar umræðu, rógs og illmælgi í skjóli nafnleyndar. „Málfrelsi og ritfrelsi eru dýrmæt. En öllu frelsi fylgir ábyrgð og því tek ég undir athugasemdir sem koma fram í Fréttablaðinu á dögunum. Það er mikilvægt að ýta ekki undir ómálefnalega umræðu og persónuníð í umræðum á netinu. Ábyrgð þeirra sem það stunda er mikil." Hægt er að lesa pistil Sturlu hér.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira