Erlent

Brown frystir ráðherralaunin

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands.

Ráðherrar í bresku ríkisstjórninni fá engar launahækkanir út þetta ár. Fréttastofa Sky segir frá þessu í dag og hefur eftir heimildum úr Downing stræti. Þarlenda kjararáðið sem ákveður laun ráðherra á Englandi hafði áður ákveðið að hækka laun ráðherranna um 2,33 prósent en Sky hefur heimildir fyrir því að Gordon Brown forsætisráðherra hafi ákveðið að grípa inn í og láta frysta allar launahækkanir ráðherranna út þetta ár.

Í kjölfar efnahagskreppunar hafa laun í mörgum geirum á Bretlandseyjum verið fryst eða jafnvel lækkuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×