Innlent

Fyrrverandi gjaldkeri ÍA ákærður fyrir fjárdrátt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorvarður B. Magnússon, fyrrverandi gjaldkeri Íþróttabandalags Akraness, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Þorvarður er grunaður um að hafa dregið sér og notað heimildarlaust í eigin þágu sex milljónir og fimmhundruð þúsund krónur sem voru í eigu ÍA. Þetta er hann grunaður um að hafa gert með því að millifæra ítrekað fé inn á eigin reikninga á árunum 2002 - 2007 og með því að láta félagið greiða eigin reikninga.

Þá er maðurinn jafnframt ákærður fyrir meiriháttar bókhaldsbrot með því að hafa ekki varðveitt fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn ÍA vegna áranna 2002 og 2003 og síðari helmings ársins 2005 og hafa látið eyðileggja fylgiskjöl og bókhaldsgögn vegna síðari helmings ársins 2004.

Það er saksóknari efnahagsbrotamála hjá Ríkislögreglustjóra sem gefur ákæruna út en málið verður þingfest í Héraðsdómi Vesturlands á föstudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×