Íslenski boltinn

Spurningakeppni landsliðshópsins: Ungir unnu gamla eftir bráðabana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnleifur Gunnlefisson fór  á kostum í spurningakeppni landsliðshópsins.
Gunnleifur Gunnlefisson fór á kostum í spurningakeppni landsliðshópsins. Mynd/Vilhelm

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Skotum i undankeppni HM í Glasgow á morgun. Undirbúningur íslenska hópsins fyrir leikinn gegn Skotum á morgun er í fullum gangi á heimasíðu KSÍ eru fréttir af íslenska hópnum.

Landsliðið æfði tvisvar sinnum í gær á heimavelli 1. deildar liðsins Clyde en völlur þeirra heitir Broadwood Stadium. Ein æfing verður í kvöld og fer hún fram á leikstaðnum sjálfum, Hampden Park.

Á heimsíðu KSÍ er einnig sagt frá úrslitum úr hinni hefðbundu spurningakeppni hópsins sem fram fór í gærkvöldi. Þar unnu ungir gamla eftir æsispennandi keppni en það þurfti bráðabana til að fá út sigurvegara. Í þriðja sæti var síðan lið starfsmanna og fararstjóra en munurinn hefur víst aldrei verið eins lítill og í gær.

Gunnleifur Gunnleifsson sér um spurningakeppnina, semur spurningarnar og er bæði dómari og spyrill hennar. Það vakti ekki alltof miklar vinsældir að í henni væri töluvert spurt um Manchester City, þýska markmenn og Hubba Bubba. Öllum kærum og mótmælum var umsvifalaust vísað frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×