Innlent

Hvarf með stýrishúsi af trillu

Rauði Mazda 2200 pallbíllinn sem stolið var ber einkennisstafina II 237. Hér er bílinn með árabát á pallinum.
Rauði Mazda 2200 pallbíllinn sem stolið var ber einkennisstafina II 237. Hér er bílinn með árabát á pallinum.
„Það eru allir jafn hissa á þessu, bæði lögreglan og tryggingarnar,“ segir Auðunn Þorgeirsson, eigandi rauðs pallbíls sem stolið var á Grandagarði á föstudagsmorguninn var.

Auðunn hafði komið fyrir stýris­húsi af trillu og tveimur fiski­körum á gamla pall­bílinn sinn þegar bílnum var stolið fyrir framan nefið á honum. „Ég þurfti að skjótast inn í gám til að ná í málningarfötu. Þegar ég kom út úr honum aftur sá ég bara bílinn hverfa út af svæðinu og burt. Þetta var alveg stórfurðulegt,“ segir Auðunn en klukkan var korter yfir níu þegar þetta gerðist.

Verst segir Auðunn vera að á pallbílnum hafi verið stýrishús úr áli sem sé af trillu sem hálfáttræður maður hafi verið búinn að biðja hann að flytja í viðgerð suður í Hafnarfjörð. „Þetta er tilfinnanlegast fyrir gamla manninn því trillan er hans líf og yndi,“ segir Auðunn, sem kveðst vonast eftir því að almenningur geti aðstoðað við að hafa upp á bílnum – og stýrishúsinu. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×