Íslenski boltinn

Íslensk félög fá 70 milljónir frá UEFA og KSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/E. Stefán

Íslensk félagslið fá í ár alls 70 milljónir króna frá Knattspyrnusambandi Íslands og Knattspyrnusambandi Evrópu til eflingar barna- og unglingastarfs knattspyrnufélaga hér á landi.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem KSÍ sendi frá sér í dag. Eins og undanfarin ár deildir Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hluta tekna þess af Meistaradeild Evrópu til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga í aðildarlöndum UEFA.

Upphæðin frá UEFA nemur að þessu sinni 37 milljónum króna en stjórn KSÍ hefur ákveðið að bæta 33 milljónum við þá upphæð.

Úthlutað hefur verið samkvæmt reglum UEFA og njóta öll íslensk félög sem sinna barna- og unglingastarfi hér á landi góðs af.

Félög í efstu deild fá 2,2 milljónir króna hvert, 1. deildarfélög fá 1,5 milljón og félög í 2. deildinni fá eina milljón. Önnur félög sem taka þátt í KSÍ mótum fá 750 þúsund krónur og þau sem eftir standa 200 þúsund krónur.

Nánar má lesa um úthlutunina í meðfylgjandi fréttatilkynningu KSÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×