Fjársvikarar nýta sér neyð Rebekku Maríu Valur Grettisson skrifar 22. október 2009 15:36 Þetta er merkið sem fólk á að fá í hendurnar styrkji það gott málefni Rebekku. „Maður skilur hreinlega ekki hvað gengur að fólki," segir Pétur Sigurgunnarsson sem stendur fyrir söfnunarátakinu Hönd í hönd, þar sem safnað er pening fyrir Rebekku Maríu Jóhannesdóttur, 22 ára stúlku í Hafnarfirði, en borið hefur á því að óprúttnir betlarar hafa sníkt fé af fólki í nafni átaksins og svo hirt það sjálft. Rebekka María vakti landsathygli þegar hún missti foreldra sína og nú vill hún ættleiða bræður sína. Pétur hóf þá söfnunarátakið en hefur orðið var við að óprúttnir misnoti góðmennsku almennings með þessum grófa hætti. Pétur bendir á að fólk eigi ekki að láta fé af hendi rakna vegna málefnisins nema þau fái merki því til sönnunar. Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði færði Rebekku Maríu Jóhannesdóttur 200 þúsund króna styrk. „Ég veit að einhver afhendi pening og fékk ekkert merki í staðinn. Það er möguleiki á að einhverjir séu að labba í hús með merkin. Það er í lagi. En ef einhver er að safna fyrir Rebekku án þess að vera merktur og ekki með merki þá er það fólk sem er að sjá sér leik á borði að svíkja út fé," segir Pétur sem hefur áhyggjur af því að saklaust fólk verði fórnalömb fjársvik. Hann bendir á að fólk á þeirra vegum afhendi alltaf þessi forlátu merki en mynd af því fylgir hér með fréttinni. Fólk er beðið um að hafa samband við lögregluna verði fólk vart við óprúttna aðila sem reyna að safna fé án þess að sýna fram á tilefnið með slíku merki. Enda líklega fjársvikarar á ferð. Pétur segir hinsvegar að söfnunin gangi vel. Fólk hefur tekið gríðarlega vel í átakið. Sjálfum langar Pétri að efna til landssöfnunar og vilji fólk leggja hönd á plóg þá getur það sent Pétri póst á netfangið hondihond@gmail.com. „Það eru einhver merki eftir og ætla ég sjálfur að vera við Fjarðarkaup á föstudag og laugardag að selja merki," segir Pétur að lokum. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Maður skilur hreinlega ekki hvað gengur að fólki," segir Pétur Sigurgunnarsson sem stendur fyrir söfnunarátakinu Hönd í hönd, þar sem safnað er pening fyrir Rebekku Maríu Jóhannesdóttur, 22 ára stúlku í Hafnarfirði, en borið hefur á því að óprúttnir betlarar hafa sníkt fé af fólki í nafni átaksins og svo hirt það sjálft. Rebekka María vakti landsathygli þegar hún missti foreldra sína og nú vill hún ættleiða bræður sína. Pétur hóf þá söfnunarátakið en hefur orðið var við að óprúttnir misnoti góðmennsku almennings með þessum grófa hætti. Pétur bendir á að fólk eigi ekki að láta fé af hendi rakna vegna málefnisins nema þau fái merki því til sönnunar. Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði færði Rebekku Maríu Jóhannesdóttur 200 þúsund króna styrk. „Ég veit að einhver afhendi pening og fékk ekkert merki í staðinn. Það er möguleiki á að einhverjir séu að labba í hús með merkin. Það er í lagi. En ef einhver er að safna fyrir Rebekku án þess að vera merktur og ekki með merki þá er það fólk sem er að sjá sér leik á borði að svíkja út fé," segir Pétur sem hefur áhyggjur af því að saklaust fólk verði fórnalömb fjársvik. Hann bendir á að fólk á þeirra vegum afhendi alltaf þessi forlátu merki en mynd af því fylgir hér með fréttinni. Fólk er beðið um að hafa samband við lögregluna verði fólk vart við óprúttna aðila sem reyna að safna fé án þess að sýna fram á tilefnið með slíku merki. Enda líklega fjársvikarar á ferð. Pétur segir hinsvegar að söfnunin gangi vel. Fólk hefur tekið gríðarlega vel í átakið. Sjálfum langar Pétri að efna til landssöfnunar og vilji fólk leggja hönd á plóg þá getur það sent Pétri póst á netfangið hondihond@gmail.com. „Það eru einhver merki eftir og ætla ég sjálfur að vera við Fjarðarkaup á föstudag og laugardag að selja merki," segir Pétur að lokum.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira