Innlent

Vill semja upp á nýtt við AGS eða hætta samstarfinu

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. MYND/Pjetur

Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og þingkona Vinstri grænna segir að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi þarfnist róttækra breytinga. Í grein sem Lilja skrifar í Morgunblaðið í dag segir hún að í raun hafi sjóðurinn sagt upp samkomulaginu einhliða með því að standa ekki við sinn hluta. Greiðslur sem áttu að berast frá sjóðnum hafa ekki gert það og engar formlegar skýringar hafa borist á því.

Lilja segir að því verði íslensk stjórnvöld að óska eftir því að nýtt samkomulag verði gert sem taki mið af aðstæðum í dag. Að hennar mati þarf að semja um verulega vaxtalækkun og að lánum sjóðsins verði breytt í lánalínur sem aðeins verði notaðar í neyð. Þá verði niðurskurður mildaður til að tryggja atvinnu. Lilja bendir einnig á að eitt af hlutverkum AGS sé að birta reglulega mat á skuldaþoli ríkissjóðs.

Í sumar neitaði sjóðurinn hins vegar að birta þetta mat og segir Lilja ástæðuna vera þá að ríkissjóður þoli ekki skuldsetninguna vegna Icesaeve án þess að eiga á hættu að lenda í greiðsluþroti. Að endingu segir Lilja ljóst að fallist sjóðurinn ekki á breytingar sé hann vanhæfur til þess að aðstoða Íslendinga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×