Innlent

Vilja gera Austurland að einu sveitarfélagi

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, samþykkti samhljóða í gær að vinna að því að allt Austurland yrði eitt sveitarfélag.

Fréttavefurinn Austurglugginn segir að með þessari samþykkt hafi orðið mikil tímamót í austfirsku sveitastjórnasamstarfi sem ekki eigi sér hliðstæðu á Íslandi. Stjórn SSA var falið að skipa starfshóp til að fjalla um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna á svæðinu frá Vopnafjarðarhreppi til Djúpavogshrepps.

Starfshópurinn á innan árs að skila tillögum að stjórnkerfi nýs sameinaðs sveitarfélags, leita eftir samvinnu við ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála um mögulega sameiningu, kanna vilja ríkisvaldsins til sameiginlegrar stefnumörkunar um opinberar framkvæmdir og verkaskiptingu slíks sveitarfélags og ríkisvaldsins og fjalla um þau áhrif sem tilkoma hins nýja sveitarfélags hefði í för með sér fyrir austfirskt samfélag, með sérstakri áherslu á þau tækifæri sem sköpuðust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×