Mannaflsfrekar framkvæmdir upp á tugi milljarða Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2009 13:03 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gær að til stæði að byggja Landspítala. Mynd/ Valgarður. Ríkisstjórnin hefur raðað upp stórverkefnum sem skapa eiga hundruð eða þúsundir starfa á næstu misserum. Ráðist verður í byggingu nýs Landsspítala upp á 50 milljarða króna og en um 800 manns fá vinnu við byggingaframkvæmdirnar. Allt frá gerð stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðrins í sumar hefur verið beðið eftir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í stórframkvæmdum sem boðað var í sáttmálanum að farið yrði í. Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandins hafa gagnrýnt seinagang ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, enda óttast menn að atvinnuleysið muni aukast enn frekar þegar líða tekur á veturinn. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skýrði frá því á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær, að ríkisstjórnin hefði loksins komist að niðurstöðu. „Bygging Landspítalans er mjög mannaflsfrek og skapar amk 800 störf. Búðarhálsvirkjun er sömuleiðis komin á dagskrá. Aukning á framleiðslugetu álversins í Straumsvík, gagnaver , fyrstu áfangar álvers í Helguvík, Suðurlandsvegur og fleiri stórar samgönguframkvæmdir, virkjun jarðhita norðan og sunnan eru allt saman verkefni sem ríkisstjórnin ætlar að koma í gang sem allra fyrst í samræmi við stöguleikasáttmálann," sagði forsætisráðherra. Jóhanna sagðist treysta því gott samstarf næðist við lífeyrissjóðina um fjármögnun þessara verkefna. Aðkoma erlendra fjárfesta yrði einnig að eiga sér stað eigi þessi verkefni ættu að verða að veruleika. Það á einnig við um bankakerfið að mati Jóhönnu, en hún sagði jákvætt að erlendir kröfuhafar yrðu hluthafar í Íslandsbanka og Kaupþingi. Nú væri ljóst að kostnaður ríkisins við endurreisn bankanna yrði mun minni en áður var áætlað. „Margir spyrja hver áhrif það kunni að hafa að erlendir aðilar verði ráðandi í tveimur af nýju bönkunum. Í því sambandi skulum við ekki gleyma að erlendir bankar og kröfuhafar gætu tapað 5 - 6 þúsund milljörðum króna á falli íslensku bankanna, eða sem svarar allt að fjórfaldri landsframleiðslu Íslands.," sagði Jóhanna. Til samanburðar sagði forsætisráðherra að allar skuldbindingar vegna Icesave, ef ekkert innheimtist af eignum á móti, væri helmingur af landsframleiðslu. „Ég segi því skýrt og skorinort að ég vil frekar hafa kröfuhafana með í bönkunum sem þátttakendur í endurreisn íslensks atvinnulífs heldur en að mæta þeim fyrir dómstólum með kröfur vegna tapaðra lána," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur raðað upp stórverkefnum sem skapa eiga hundruð eða þúsundir starfa á næstu misserum. Ráðist verður í byggingu nýs Landsspítala upp á 50 milljarða króna og en um 800 manns fá vinnu við byggingaframkvæmdirnar. Allt frá gerð stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðrins í sumar hefur verið beðið eftir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í stórframkvæmdum sem boðað var í sáttmálanum að farið yrði í. Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandins hafa gagnrýnt seinagang ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, enda óttast menn að atvinnuleysið muni aukast enn frekar þegar líða tekur á veturinn. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skýrði frá því á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær, að ríkisstjórnin hefði loksins komist að niðurstöðu. „Bygging Landspítalans er mjög mannaflsfrek og skapar amk 800 störf. Búðarhálsvirkjun er sömuleiðis komin á dagskrá. Aukning á framleiðslugetu álversins í Straumsvík, gagnaver , fyrstu áfangar álvers í Helguvík, Suðurlandsvegur og fleiri stórar samgönguframkvæmdir, virkjun jarðhita norðan og sunnan eru allt saman verkefni sem ríkisstjórnin ætlar að koma í gang sem allra fyrst í samræmi við stöguleikasáttmálann," sagði forsætisráðherra. Jóhanna sagðist treysta því gott samstarf næðist við lífeyrissjóðina um fjármögnun þessara verkefna. Aðkoma erlendra fjárfesta yrði einnig að eiga sér stað eigi þessi verkefni ættu að verða að veruleika. Það á einnig við um bankakerfið að mati Jóhönnu, en hún sagði jákvætt að erlendir kröfuhafar yrðu hluthafar í Íslandsbanka og Kaupþingi. Nú væri ljóst að kostnaður ríkisins við endurreisn bankanna yrði mun minni en áður var áætlað. „Margir spyrja hver áhrif það kunni að hafa að erlendir aðilar verði ráðandi í tveimur af nýju bönkunum. Í því sambandi skulum við ekki gleyma að erlendir bankar og kröfuhafar gætu tapað 5 - 6 þúsund milljörðum króna á falli íslensku bankanna, eða sem svarar allt að fjórfaldri landsframleiðslu Íslands.," sagði Jóhanna. Til samanburðar sagði forsætisráðherra að allar skuldbindingar vegna Icesave, ef ekkert innheimtist af eignum á móti, væri helmingur af landsframleiðslu. „Ég segi því skýrt og skorinort að ég vil frekar hafa kröfuhafana með í bönkunum sem þátttakendur í endurreisn íslensks atvinnulífs heldur en að mæta þeim fyrir dómstólum með kröfur vegna tapaðra lána," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira