Mannaflsfrekar framkvæmdir upp á tugi milljarða Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2009 13:03 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gær að til stæði að byggja Landspítala. Mynd/ Valgarður. Ríkisstjórnin hefur raðað upp stórverkefnum sem skapa eiga hundruð eða þúsundir starfa á næstu misserum. Ráðist verður í byggingu nýs Landsspítala upp á 50 milljarða króna og en um 800 manns fá vinnu við byggingaframkvæmdirnar. Allt frá gerð stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðrins í sumar hefur verið beðið eftir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í stórframkvæmdum sem boðað var í sáttmálanum að farið yrði í. Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandins hafa gagnrýnt seinagang ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, enda óttast menn að atvinnuleysið muni aukast enn frekar þegar líða tekur á veturinn. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skýrði frá því á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær, að ríkisstjórnin hefði loksins komist að niðurstöðu. „Bygging Landspítalans er mjög mannaflsfrek og skapar amk 800 störf. Búðarhálsvirkjun er sömuleiðis komin á dagskrá. Aukning á framleiðslugetu álversins í Straumsvík, gagnaver , fyrstu áfangar álvers í Helguvík, Suðurlandsvegur og fleiri stórar samgönguframkvæmdir, virkjun jarðhita norðan og sunnan eru allt saman verkefni sem ríkisstjórnin ætlar að koma í gang sem allra fyrst í samræmi við stöguleikasáttmálann," sagði forsætisráðherra. Jóhanna sagðist treysta því gott samstarf næðist við lífeyrissjóðina um fjármögnun þessara verkefna. Aðkoma erlendra fjárfesta yrði einnig að eiga sér stað eigi þessi verkefni ættu að verða að veruleika. Það á einnig við um bankakerfið að mati Jóhönnu, en hún sagði jákvætt að erlendir kröfuhafar yrðu hluthafar í Íslandsbanka og Kaupþingi. Nú væri ljóst að kostnaður ríkisins við endurreisn bankanna yrði mun minni en áður var áætlað. „Margir spyrja hver áhrif það kunni að hafa að erlendir aðilar verði ráðandi í tveimur af nýju bönkunum. Í því sambandi skulum við ekki gleyma að erlendir bankar og kröfuhafar gætu tapað 5 - 6 þúsund milljörðum króna á falli íslensku bankanna, eða sem svarar allt að fjórfaldri landsframleiðslu Íslands.," sagði Jóhanna. Til samanburðar sagði forsætisráðherra að allar skuldbindingar vegna Icesave, ef ekkert innheimtist af eignum á móti, væri helmingur af landsframleiðslu. „Ég segi því skýrt og skorinort að ég vil frekar hafa kröfuhafana með í bönkunum sem þátttakendur í endurreisn íslensks atvinnulífs heldur en að mæta þeim fyrir dómstólum með kröfur vegna tapaðra lána," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur raðað upp stórverkefnum sem skapa eiga hundruð eða þúsundir starfa á næstu misserum. Ráðist verður í byggingu nýs Landsspítala upp á 50 milljarða króna og en um 800 manns fá vinnu við byggingaframkvæmdirnar. Allt frá gerð stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðrins í sumar hefur verið beðið eftir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í stórframkvæmdum sem boðað var í sáttmálanum að farið yrði í. Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandins hafa gagnrýnt seinagang ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, enda óttast menn að atvinnuleysið muni aukast enn frekar þegar líða tekur á veturinn. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skýrði frá því á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær, að ríkisstjórnin hefði loksins komist að niðurstöðu. „Bygging Landspítalans er mjög mannaflsfrek og skapar amk 800 störf. Búðarhálsvirkjun er sömuleiðis komin á dagskrá. Aukning á framleiðslugetu álversins í Straumsvík, gagnaver , fyrstu áfangar álvers í Helguvík, Suðurlandsvegur og fleiri stórar samgönguframkvæmdir, virkjun jarðhita norðan og sunnan eru allt saman verkefni sem ríkisstjórnin ætlar að koma í gang sem allra fyrst í samræmi við stöguleikasáttmálann," sagði forsætisráðherra. Jóhanna sagðist treysta því gott samstarf næðist við lífeyrissjóðina um fjármögnun þessara verkefna. Aðkoma erlendra fjárfesta yrði einnig að eiga sér stað eigi þessi verkefni ættu að verða að veruleika. Það á einnig við um bankakerfið að mati Jóhönnu, en hún sagði jákvætt að erlendir kröfuhafar yrðu hluthafar í Íslandsbanka og Kaupþingi. Nú væri ljóst að kostnaður ríkisins við endurreisn bankanna yrði mun minni en áður var áætlað. „Margir spyrja hver áhrif það kunni að hafa að erlendir aðilar verði ráðandi í tveimur af nýju bönkunum. Í því sambandi skulum við ekki gleyma að erlendir bankar og kröfuhafar gætu tapað 5 - 6 þúsund milljörðum króna á falli íslensku bankanna, eða sem svarar allt að fjórfaldri landsframleiðslu Íslands.," sagði Jóhanna. Til samanburðar sagði forsætisráðherra að allar skuldbindingar vegna Icesave, ef ekkert innheimtist af eignum á móti, væri helmingur af landsframleiðslu. „Ég segi því skýrt og skorinort að ég vil frekar hafa kröfuhafana með í bönkunum sem þátttakendur í endurreisn íslensks atvinnulífs heldur en að mæta þeim fyrir dómstólum með kröfur vegna tapaðra lána," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira