Kostar 25 milljónir að ljúka rannsókninni 9. nóvember 2009 01:30 Þessi birkibútur úr gamalli kolagröf er frá 870. Vala hefur ekki fundið neitt sem sýnir ótvírætt fram á að í Reykjavík hafi verið föst búseta fyrir þann tíma. Líklegra sé að fólk hafi dvalið hér árstíðabundið, fyrir eiginlegt landnám, en ekki haft fasta búsetu. Fréttablaðið/GVA Vala Björg Garðarsdóttir fornleifafræðingur segist þurfa tvö sumur og 25 milljónir til að ljúka við uppgröft á leifum frá víkingaöld við Alþingisreit. Hún vonar að verkið verði ekki boðið út á kostnað vísindanna og bendir á að vísindaleg rannsókn, með tilheyrandi samstarfi við háskóla, geti verið ódýrari. Erlendir fræðimenn vilja taka þátt í starfinu. Uppgrefti fornleifa við Alþingisreit lauk fyrir mánaðamót, samkvæmt áætlun. Við gröftinn komu í ljós ýmsar leifar allt frá víkingaöld, sem á eftir að skoða betur og ekki var gert ráð fyrir í upphaflegri áætlun. Tyrft var yfir minjarnar aftur og þær skildar eftir óáreittar, að svo stöddu. Nefnd á vegum menntamálaráðherra fer nú yfir hvað skuli gert við þær menjar sem fundust, og hvernig skuli brugðist við vísbendingum um að enn meiri fornleifar leynist á næstu grösum.Vill vísindalega rannsóknVala Björg Garðarsdóttir fornleifafræðingur hefur stýrt uppgreftinum. Hún vill helst ekki að haldið verði útboð um verkefnið. „Ég vona að þetta verði skilgreint sem vísindaleg rannsókn og gert á þeirri forsendu en ekki sem björgunaruppgröftur, eins og var,“ segir hún. Fleiri sérfræðingar muni koma að rannsókninni á víkingaaldarleifunum en komu að uppgreftinum á Alþingisreitnum sem slíkum. Vala sér fyrir sér samstarf milli minjastofnana, erlendra og innlendra háskóla, ríkis og borgar, en vonandi verði stjórnin í höndum sama fólks og áður, það er Völu og félaga. Skýrsla eftir níu mánuðiSpurð hvenær verði farið í þessar rannsóknir segist Vala vona að það verði næsta sumar, og ekki seinna en sumarið 2011. „Við höfum níu mánuði til að púsla þessu saman og skila af okkur lokaskýrslu. Við gætum svo klárað rannsóknirnar á víkingaaldarleifunum á tveimur sumrum fyrir kannski 25 milljónir, sem er ekki mikið,“ segir hún. Í vetur verður unnið úr þeim gögnum sem aflað hefur verið í uppgreftinum, fyrir skýrsluna. „En af því að þetta fór í útboð er okkur sniðinn nokkuð þröngur stakkur. Þessa vinnu mætti vinna talsvert ítarlegar í vísindalegri rannsókn því þar eru gæði starfsins aðalatriðið og þá kæmu að sérfræðingar og háskólarnir. Ég fæ vonandi að taka þátt í því,“ segir hún. Ódýrari akademíaHún segir Íslendinga ekki gera sér grein fyrir því hversu miklu ódýrara akademíska fyrirkomulagið er. „Sérfræðingar sem þar koma að eru á styrkjum frá sínum háskólum. Það gæti til dæmis verið doktorsnemi, sem ætlar að sérhæfa sig í járnvinnslu. Þann efnivið má nýta í rannsóknina, en í útboði er slík sérfræðiþjónusta aðkeypt. Það mætti því skoða þessa útboðshugsun aðeins betur.“ Nú sé einnig mjög aðlaðandi fyrir erlenda háskóla að vinna verkefni á Íslandi, því styrkirnir verði tvöfalt hærri hér en erlendis, vegna lágs virðis krónunnar. „Það er því ekki erfitt að fá erlenda háskóla í þetta samstarf. Við erum þegar búin að heyra í sérfræðingum sem biðja um að koma að verkinu,“ segir Vala fornleifafræðingur. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vala Björg Garðarsdóttir fornleifafræðingur segist þurfa tvö sumur og 25 milljónir til að ljúka við uppgröft á leifum frá víkingaöld við Alþingisreit. Hún vonar að verkið verði ekki boðið út á kostnað vísindanna og bendir á að vísindaleg rannsókn, með tilheyrandi samstarfi við háskóla, geti verið ódýrari. Erlendir fræðimenn vilja taka þátt í starfinu. Uppgrefti fornleifa við Alþingisreit lauk fyrir mánaðamót, samkvæmt áætlun. Við gröftinn komu í ljós ýmsar leifar allt frá víkingaöld, sem á eftir að skoða betur og ekki var gert ráð fyrir í upphaflegri áætlun. Tyrft var yfir minjarnar aftur og þær skildar eftir óáreittar, að svo stöddu. Nefnd á vegum menntamálaráðherra fer nú yfir hvað skuli gert við þær menjar sem fundust, og hvernig skuli brugðist við vísbendingum um að enn meiri fornleifar leynist á næstu grösum.Vill vísindalega rannsóknVala Björg Garðarsdóttir fornleifafræðingur hefur stýrt uppgreftinum. Hún vill helst ekki að haldið verði útboð um verkefnið. „Ég vona að þetta verði skilgreint sem vísindaleg rannsókn og gert á þeirri forsendu en ekki sem björgunaruppgröftur, eins og var,“ segir hún. Fleiri sérfræðingar muni koma að rannsókninni á víkingaaldarleifunum en komu að uppgreftinum á Alþingisreitnum sem slíkum. Vala sér fyrir sér samstarf milli minjastofnana, erlendra og innlendra háskóla, ríkis og borgar, en vonandi verði stjórnin í höndum sama fólks og áður, það er Völu og félaga. Skýrsla eftir níu mánuðiSpurð hvenær verði farið í þessar rannsóknir segist Vala vona að það verði næsta sumar, og ekki seinna en sumarið 2011. „Við höfum níu mánuði til að púsla þessu saman og skila af okkur lokaskýrslu. Við gætum svo klárað rannsóknirnar á víkingaaldarleifunum á tveimur sumrum fyrir kannski 25 milljónir, sem er ekki mikið,“ segir hún. Í vetur verður unnið úr þeim gögnum sem aflað hefur verið í uppgreftinum, fyrir skýrsluna. „En af því að þetta fór í útboð er okkur sniðinn nokkuð þröngur stakkur. Þessa vinnu mætti vinna talsvert ítarlegar í vísindalegri rannsókn því þar eru gæði starfsins aðalatriðið og þá kæmu að sérfræðingar og háskólarnir. Ég fæ vonandi að taka þátt í því,“ segir hún. Ódýrari akademíaHún segir Íslendinga ekki gera sér grein fyrir því hversu miklu ódýrara akademíska fyrirkomulagið er. „Sérfræðingar sem þar koma að eru á styrkjum frá sínum háskólum. Það gæti til dæmis verið doktorsnemi, sem ætlar að sérhæfa sig í járnvinnslu. Þann efnivið má nýta í rannsóknina, en í útboði er slík sérfræðiþjónusta aðkeypt. Það mætti því skoða þessa útboðshugsun aðeins betur.“ Nú sé einnig mjög aðlaðandi fyrir erlenda háskóla að vinna verkefni á Íslandi, því styrkirnir verði tvöfalt hærri hér en erlendis, vegna lágs virðis krónunnar. „Það er því ekki erfitt að fá erlenda háskóla í þetta samstarf. Við erum þegar búin að heyra í sérfræðingum sem biðja um að koma að verkinu,“ segir Vala fornleifafræðingur.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira