Erlent

Kínverjar neita allri aðild

Hópur tölvuþrjóta hefur brotist inn í tölvur stjórnvalda víða um heim og stolið upplýsingum.
Hópur tölvuþrjóta hefur brotist inn í tölvur stjórnvalda víða um heim og stolið upplýsingum.

Hópur tölvuþrjóta hefur brotist inn í tölvur stjórnvalda víða um heim og stolið þaðan viðkvæmum upplýsingum. Flestir meðlimir hópsins búa í Kína. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá kanadískri upplýsingastofnun sem hefur eftirlit með hernaði.

Alls hakkaði hópurinn sig inn í tæplega 1.300 tölvur í 103 löndum. Á meðal þeirra eru tölvur í eigu utanríkisráðuneyta og sendiráða og tölvur sem tengjast tíbetska friðarleiðtoganum Dalai Lama. Engar sannanir eru fyrir því að kínversk stjórnvöld séu á bak við njósnirnar og hafa þau neitað aðild að málinu. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×