Innlent

Jón Ásgeir og fjölskylda hafa fjóra mánuði

Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa tæpa fjóra mánuði til að koma með sjö og hálfan milljarð króna inn í móðufélag Haga. Að öðrum kosti mun Kaupþing eignast félagið og þar með Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki landsins.

Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur Jón Ásgeir átta vikur til að leggja fram staðfestingu á nýju hlutafé og aðrar átta vikur til að framkvæma áreiðanleikakönnun og ganga frá öllum samningum. Heimildir fréttastofu herma að komin sé mynd á fjárfestahópinn sem leggur nýtt hlutafé inn í móðufélagið. Um er að ræða þrjá einstaklinga sem hver um sig á að leggja fram tvo og hálfan milljarð króna.

Eins og fréttastofan greindi frá í gær setti bankinn tvo menn í stjórn móðufélags Haga og flutti heimilisfang félagsins í höfuðstöðvar sínar í Borgartúni.




Tengdar fréttir

Fær Kaupþing Bónus?

Tveir starfsmenn Kaupþings hafa verið skipaðir í stjórn móðurfélags Haga. Félagið er nú skráð í höfuðstöðvum Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa nokkrar vikur til að koma með nýtt fé í reksturinn - takist það ekki lenda Hagar í ríkiseigu.

Leita hluthafa að Högum erlendis

Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda skuldbatt sig til að koma með milljarða í nýju hlutafé inn í móðurfélag Haga þegar sjö milljarða lán smásölurisans var endurfjarmagnað nú fyrr í mánuðinum. Heimildir fréttastofu herma að Jón Ásgeir leiti nýrra hluthafa erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×