Innlent

Handtekinn eftir misheppnaða ránstilraun

Karl á fertugsaldri var handtekinn í verslun í Reykjavík síðdegis í gær samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hann var vopnaður hnífi og ógnaði starfsmanni og viðurkenndi að tilgangur hans hefði verið að ræna peningum.

Tveir starfsmenn yfirbuguðu ræningjann og héldu honum föstum þar til lögreglan kom á vettvang. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×