Innlent

Sýknaður af ákæru um árás

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun af ákæru um að hafa slegið annan karlmann tvö högg í andlitið og brotið í honum tennur þann 23 nóvember í fyrra.

Fyrir dómi kvaðst meintur árásarþoli ekki hafa neina vissu um það hvernig hann fékk áverka sína, en sagðist telja líklegast að ákærði hafi veitt sér þá. Sá sem var ákærður í málinu neitaði hins vegar eindregið sök og taldi dómari því að vafi væri í málinu sem bæri að skýra ákærða í hag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×