Innlent

Einu máli vísað til saksóknara

Slitastjórn Kaupþings hefur vísað einu máli til sérstaks saksóknara eftir athugun á bókhaldi félagsins. Slitastjórnin hefur unnið að rannsókn á ráðstöfunum bankans í aðdraganda hruns með liðsinni endurskoðunarfyrirtækis­ins PricewaterhouseCoopers frá því í ágúst.

Ólafur Þór Hauksson staðfestir að mál hafi borist frá slitastjórn en vill ekkert tjá sig frekar um það. Hann segir þó að þetta sýni að reglur sem settar voru um upplýsingaskyldu til rannsóknar­aðila beri árangur. Ólafur Garðars­son, formaður slitastjórnarinnar, vill ekkert tjá sig um málið. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×