Enski boltinn

Benitez: Þurfti að passa upp á Torres

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres í leiknum í gær.
Fernando Torres í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez segir að hann hafi þurft að passa vel upp á Fernando Torres og hlífa honum vegna þeirra meiðsla sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu.

Torres kom inn á sem varamaður í leik Liverpool og Wigan í gær og skoraði síðara markið í 2-1 sigri Liverpool. Þetta var hans 100. leikur fyrir Liverpool á ferlinum.

„Ég vildi hlífa honum vegna þess að hann var mjög þreyttur eftir síðasta leik," sagði Benitez og átti þá við leik Liverpool gegn Arsenal um síðustu helgi.

„Ég sagði honum að ég þyrfti að passa upp á hann og tel ég að hann verði klár í slaginn fyrir leikinn gegn Portsmouth," sagði Benitez. Liverpool mætir Portsmouth á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×