Enski boltinn

Levein á leið í viðræður við Skota

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Levein, stjóri Dundee United.
Craig Levein, stjóri Dundee United. Nordic Photos / Getty Images

Svo gæti farið að Craig Levein verði ráðinn næsti landsliðsþjálfari Skota en hann er nú knattspyrnustjóri Dundee United.

Levein er sagður einn fimm sem koma til greina sem eftirmaður Geroge Burley sem var rekinn úr starfinu í síðasta mánuði.

Walter Smith, stjóri Rangers, er einnig sagður á óskalista skoska knattspyrnusambandsins.

Smith var landsliðsþjálfari áður en hann tók við Rangers en hefur sagt að hann hafi ekki áhuga að taka aftur við starfinu.

Levein lék nánast allan sinn feril hjá Hearts og hann stýrði liðinu svo frá 2000 til 2004. Síðan þá hefur hann verið stjóri Leicester, Raith Rovers og nú Dundee United. Hann á að baki sextán leiki með skoska landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×