Útskýrir milljónir með skattsvikum og fölsuðum miðum 23. febrúar 2009 12:35 Þorsteinn Kragh Í morgun fór fram aðalmeðferð í máli Þorsteins Kragh og hollendingsins Jacob Van Hinte sem ákærðir eru fyrir fíkniefnainnflutning með Norrænu. Í húsbíl sem Jacob kom á hingað til lands fundust um 200 kg af kannabisefnum auk 1 ½ kg af kókaíni. Hollendingurinn bendlaði Þorstein við málið í upphafi en eftir að þeir hittust á Litla-Hrauni dró hann framburð sinn til baka og segir Þorstein ekkert hafa komið nálægt málinu. Fram kom að tæpar 80 milljónir voru inni á bankareikningum Þorsteins sem hann sagði tilkomnar vegna skota undan skatti og í tengslum við miða sem hann hafi falsað á tónleika sem hann hafi haldið í gegnum tíðina. Framburður Hollendingsins hefur verið nokkuð mótsagnakenndur en í upphafi sagði hann við yfirheyrslur hjá lögreglu að Þorsteinn hefði komið að innflutningnum. Meðal annars hafi þeir hist á kaffihúsi í Amsterdam og Þorsteinn hafi skilið eftir húsbílinn í bílastæða húsi í Hollandi. Hann sagði Þorstein hafa gengið undir viðurnefninu Kimmi og benti m.a á mynd af Þorsteini í því sambandi hjá lögreglu. Breyttur framburður Þessu hefur hann hinsvegar nú breytt og sagði ástæðu þess að hann hafi ranglega bendlað Þorstein við málið hafi verið vegna þess að lögreglan hefði ekki trúað því sem væri rétt í þessu máli. Hann viðurkenndi að hafa flutt efnin til landsins en sagðist ekki hafa vitað af kókaíninu. Hann sagði tvo menn, Jim og Bill, hafa skipulagt smyglið en hann veit ekki frekari deili á þeim mönnum. Hann hafi hitt þá nokkrum sinnum fyrir smyglið og þeir hafi komið efnunum fyrir. Þess ber að geta að hollendingurinn hlaut dóm fyrir smygl á um 800 kg af kannabisefnum til Spánar árið 2005. Þorsteinn hefur allan tímann neitað að hafa staðið í umræddum fíkniefnainnflutningi. Fyrir dómi í morgun var Þorsteinn mikið spurður út í símanúmer sem talið er að hann hafi notað í samskiptum sínum við hollendingin. Símanúmerið er ekki skráð og er svokallað frelsisnúmer. Þorsteinn neitaði allan tímann að hafa notað umrætt númer og sagðist ekki þekkja það. Kunnuglegt PIN númer Hinsvegar eru atriði sem virðast tengja Þorstein við umrætt númer. Í fyrsta lagi var sama PIN númer á því númeri og er á síma Þorsteins, 6969. Þorsteinn notar einnig þessa talnarunu í nafni sínu á SKYPE samskiptaforritinu, denni6969. Hann sagðist ekki hafa skýringar á þessu og þetta hlyti því að vera tilviljun. Einnig er lögregla búin að láta rekja staðsetningar númersins og bera það saman við síma Þorsteins. Svo virðist sem símarnir hafi gjarnan verið á svipuðum stað og úr þeim hringt á svipuðum tíma. Þorsteinn var spurður hvort einhver sem væri gjarnan í kringum hann gæti átt umrætt númer. Hann sagðist oft vera í kringum ókunnugt fólk og nefndi í því sambandi að hann tæki gjanrana upp puttalinga á leið sinni til vinnu, en hann rekur gufubað á Laugarvatni. Undarlegar peningaupphæðir Líkt og fyrr segir var einnig vitnað í skýrslu sem unnin var um fjármál Þorsteins tvö ár aftur í tímann. Niðurstaða þeirrar skýrslu leiddi í ljós að inni á reikningum Þorsteins eða félögum tengdum honum voru tæpar 80 milljónir króna sem ekki var hægt að skýra út á eðlilegan hátt. Þorsteinn sagðist ekki geta staðfest að þessi tala væri rétt en sagði að svo gæti verið. Lögmaður Þorsteins benti á að hjá lögreglu hefði Þorsteinn viðurkennt að hafa skotið undan skatti á þessum tíma og einnig falsað miða á tónleika sem hann hefur haldið. Þess ber að geta að Þorsteinn hefur verið nokkuð umsvifamikill í tónleikahöldum hér á landi og flutti meðal annars Placido Domingo hingað til lands. Einnig hefur hann verið í slagtogi með hestahvíslaranum heimsþekkta Monty Roberts. Hlé var gert á réttarhaldinu í hádeginu en því verður haldið áfram í dag og á morgun. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Í morgun fór fram aðalmeðferð í máli Þorsteins Kragh og hollendingsins Jacob Van Hinte sem ákærðir eru fyrir fíkniefnainnflutning með Norrænu. Í húsbíl sem Jacob kom á hingað til lands fundust um 200 kg af kannabisefnum auk 1 ½ kg af kókaíni. Hollendingurinn bendlaði Þorstein við málið í upphafi en eftir að þeir hittust á Litla-Hrauni dró hann framburð sinn til baka og segir Þorstein ekkert hafa komið nálægt málinu. Fram kom að tæpar 80 milljónir voru inni á bankareikningum Þorsteins sem hann sagði tilkomnar vegna skota undan skatti og í tengslum við miða sem hann hafi falsað á tónleika sem hann hafi haldið í gegnum tíðina. Framburður Hollendingsins hefur verið nokkuð mótsagnakenndur en í upphafi sagði hann við yfirheyrslur hjá lögreglu að Þorsteinn hefði komið að innflutningnum. Meðal annars hafi þeir hist á kaffihúsi í Amsterdam og Þorsteinn hafi skilið eftir húsbílinn í bílastæða húsi í Hollandi. Hann sagði Þorstein hafa gengið undir viðurnefninu Kimmi og benti m.a á mynd af Þorsteini í því sambandi hjá lögreglu. Breyttur framburður Þessu hefur hann hinsvegar nú breytt og sagði ástæðu þess að hann hafi ranglega bendlað Þorstein við málið hafi verið vegna þess að lögreglan hefði ekki trúað því sem væri rétt í þessu máli. Hann viðurkenndi að hafa flutt efnin til landsins en sagðist ekki hafa vitað af kókaíninu. Hann sagði tvo menn, Jim og Bill, hafa skipulagt smyglið en hann veit ekki frekari deili á þeim mönnum. Hann hafi hitt þá nokkrum sinnum fyrir smyglið og þeir hafi komið efnunum fyrir. Þess ber að geta að hollendingurinn hlaut dóm fyrir smygl á um 800 kg af kannabisefnum til Spánar árið 2005. Þorsteinn hefur allan tímann neitað að hafa staðið í umræddum fíkniefnainnflutningi. Fyrir dómi í morgun var Þorsteinn mikið spurður út í símanúmer sem talið er að hann hafi notað í samskiptum sínum við hollendingin. Símanúmerið er ekki skráð og er svokallað frelsisnúmer. Þorsteinn neitaði allan tímann að hafa notað umrætt númer og sagðist ekki þekkja það. Kunnuglegt PIN númer Hinsvegar eru atriði sem virðast tengja Þorstein við umrætt númer. Í fyrsta lagi var sama PIN númer á því númeri og er á síma Þorsteins, 6969. Þorsteinn notar einnig þessa talnarunu í nafni sínu á SKYPE samskiptaforritinu, denni6969. Hann sagðist ekki hafa skýringar á þessu og þetta hlyti því að vera tilviljun. Einnig er lögregla búin að láta rekja staðsetningar númersins og bera það saman við síma Þorsteins. Svo virðist sem símarnir hafi gjarnan verið á svipuðum stað og úr þeim hringt á svipuðum tíma. Þorsteinn var spurður hvort einhver sem væri gjarnan í kringum hann gæti átt umrætt númer. Hann sagðist oft vera í kringum ókunnugt fólk og nefndi í því sambandi að hann tæki gjanrana upp puttalinga á leið sinni til vinnu, en hann rekur gufubað á Laugarvatni. Undarlegar peningaupphæðir Líkt og fyrr segir var einnig vitnað í skýrslu sem unnin var um fjármál Þorsteins tvö ár aftur í tímann. Niðurstaða þeirrar skýrslu leiddi í ljós að inni á reikningum Þorsteins eða félögum tengdum honum voru tæpar 80 milljónir króna sem ekki var hægt að skýra út á eðlilegan hátt. Þorsteinn sagðist ekki geta staðfest að þessi tala væri rétt en sagði að svo gæti verið. Lögmaður Þorsteins benti á að hjá lögreglu hefði Þorsteinn viðurkennt að hafa skotið undan skatti á þessum tíma og einnig falsað miða á tónleika sem hann hefur haldið. Þess ber að geta að Þorsteinn hefur verið nokkuð umsvifamikill í tónleikahöldum hér á landi og flutti meðal annars Placido Domingo hingað til lands. Einnig hefur hann verið í slagtogi með hestahvíslaranum heimsþekkta Monty Roberts. Hlé var gert á réttarhaldinu í hádeginu en því verður haldið áfram í dag og á morgun.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira