Innlent

Ákvörðun um hvalveiðar standi

Oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi og verðandi forseti Alþingis, Guðbjartur Hannesson, vill að ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um að leyfa hvalveiðar verði látin standa óbreytt.

Eitt af síðustu verkum Einars k. Guðfinnssonar í embætti sjávarútvegsráðherra var að leyfa veiðar bæði á hrefnu og langreyði næstu fimm árin. Forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna voru þá í óða önn að mynda nýja ríkisstjórn og gagnrýndu Einar harðlega fyrir að taka slíka ákvörðun enda sæti hann í starfsstjórn.

Oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, Guðbjartur Hannesson, telur að ekki eigi að snúa eigi við ákvörðun Einars. Hann lýsti þeirri skoðun sinni í viðtali við Stöð 2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×