Íslenski boltinn

Stjarnan vann stigalausa Víkinga í Lengjubikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði tvö mörk í kvöld.
Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði tvö mörk í kvöld. Mynd/Anton

Stjarnan er áfram á toppi C-riðils Lengjubikars karla eftir öruggan 4-1 sigur á Víkingum í Egilshöllinni í kvöld. Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði tvö mörk í leiknum.

Staðan var jöfn, 1-1, í hálfleik eftir að Steinþór hafði komið Stjörnunni yfir á 23. mínútu en Egill Atlason jafnað, sjö mínútum síðar.

Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni yfir eftir klukkutíma leik áður en Steinþór og Þorvaldur Árnason innsigluðu sigurinn.

Stjörnumenn, sem unnu sér sæti í úrvalsdeild karla síðasta sumar, hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum en Garðabæjarliðið vann 3-2 sigur á KR í fyrsta leiknum.

Halldór Orri skoraði tvö mörk gegn KR og hefur því skoraði 3 mörk í fyrstu tveimur leikjunum.

Víkingar hafa aftur á móti tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í Lengjubikarnum og sitja því stigalausir á botninum. Víkingur tapaði 0-1 fyrir Leikni í fyrsta leik sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×