Enski boltinn

Keane bjargaði Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í dag. Danny Collins og Aaron Lennon takast á.
Úr leiknum í dag. Danny Collins og Aaron Lennon takast á. Nordic Photos / Getty Images
Robbie Keane var hetja Tottenham er hann bjargaði stigi fyrir sína menn í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham náði 1-1 jafntefli við Sunderland á útivelli í dag. Heimamenn komust yfir með marki strax á þriðju mínútu leiksins.

Kieran Richardson náði boltanum rétt utan vítateigs, sneri af sér varnarmenn Tottenham og kláraði færið af öryggi. Glæsilega gert hjá honum og þá sérstaklega fyrsta snertingin sem fór illa með varnarmenn Tottenham.

Allt leit út fyrir að það myndi reynast eina mark leiksins. Svo virtist brotist á Kenwyne Jones í vítateig Tottenham en ekkert var dæmt. Gestirnir fóru beint í skyndisókn, boltinn barst á Darren Bent sem var á hægri kantinum þar sem hann gaf fyrir og Keane skoraði með ágætu skoti.

Tottenham hefur gengið afleitlega á útivelli í vetur. Liðið hefur aðeins unnið þrjá leiki af fjórtán á útivelli og gert þrjú jafntefli.

Tottenham er nú komið í tólfta sæti deildarinnar með 32 stig en mun betra markahlutfall en Hull. Sunderland er enn í fjórtánda sæti með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×