Enski boltinn

Heskey kominn til Aston Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emile Heskey í leik með enska landsliðinu.
Emile Heskey í leik með enska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Emile Heskey hefur gengið til liðs við Aston Villa sem keypti hann frá Wigan fyrir 3,5 milljónir punda.

Samningur Heskey við Wigan átti að renna út í sumar og því hefði hann getað farið frá félaginu án greiðslu nú í sumar.

Heskey gekkst undir læknisskoðun í dag og skrifaði svo undir þriggja og hálfs árs samning við Aston Villa en hann er 31 árs gamall.

Hjá Villa hittir hann fyrir sinn gamla knattspyrnustjóra hjá Leicester, Martin O'Neill.

„Hann hefur verið frábær leikmaður í mörg ár og þetta eru frábærar fréttir," sagði O'Neill.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu," bætti Heskey sjálfur við. „Þetta er stórt félag og ég er ánægður með að vera kominn hingað. Ég get ekki beðið eftir því að klæðast treyjunni."

Það er því viðbúið að mikil samkeppni verði um framherjastöðurnar hjá Aston Villa en fyrir hjá félaginu eru þeir John Carew, Marlon Harewood, Gabriel Agbonlahor, Ashley Young og hinn ungi Nathan Delfouneso.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×