Heimir og Kolla á BBC 23. janúar 2009 11:02 Heimir, Kolbrún og Gissur gleðigjafi með meiru. MYND/Fréttablaðið „Maður er eiginlega alveg orðinn ruglaður. Ég held að ég sé bókaður í viðtöl langt fram eftir kvöldi," segir morgunhaninn Heimir Karlsson. Lopapeysusöfnun útvarpsþáttarins Ísland í bítið virðist sanna fyrir fullt og allt að Íslendingar bera engan kala til Breta. Í gærkvöldi sigldi nefnilega Arnarfellið áleiðis til Hull með tuttugu tonn af hvers kyns lopavörum, rúma fimmtíu rúmmetra af lopapeysum, síðbrókum, húfum og vettlingum. Heimir segir áhuga breskra fjölmiðla á þessari einstöku söfnun vera með ólíkindum. Hann velti því jafnvel fyrir sér hvort tími sé kominn til að ráða fjölmiðlafulltrúa. „Daily Telegraph, Daily Mail og Fokal-Radio í Stoke hafa öll haft samband í dag," útskýrir Heimir sem hafði lítinn tíma til að spjalla enda bókaður í annað viðtal aðeins nokkrum mínútum seinna. BBC sjónvarpar ekki beint frá því þegar skipið kemur með gáminn. Heimir og Kolla verða ekki viðstödd þegar skipið leggur að landi. Þau fara út á miðvikudag til Hull og á fimmtudag taka þau á móti gámnum og verður BBC þá á staðnum og tekur við þau viðtal sem þeir senda út á föstudagsmorgninum í morgunþættinum. Breskir blaðamenn hafa velt því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum Íslendingar séu að leggja Bretum lið, svona í ljósi þess að bresk yfirvöld, með Gordon Brown fremstan í flokki, settu hryðjuverkalög á landið. Heimir svarar því yfirleitt til að þetta séu óskyld mál. „Okkur fannst bara skelfilegt til þess að hugsa að gamalmenni í vestrænu ríki væru að frjósa úr kulda," segir Heimir sem tekur þó fram að það hafi verið íslenskir feðgar, sem búsettir eru á Englandi, sem settu sig í samband við þau og þannig fór boltinn af stað. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
„Maður er eiginlega alveg orðinn ruglaður. Ég held að ég sé bókaður í viðtöl langt fram eftir kvöldi," segir morgunhaninn Heimir Karlsson. Lopapeysusöfnun útvarpsþáttarins Ísland í bítið virðist sanna fyrir fullt og allt að Íslendingar bera engan kala til Breta. Í gærkvöldi sigldi nefnilega Arnarfellið áleiðis til Hull með tuttugu tonn af hvers kyns lopavörum, rúma fimmtíu rúmmetra af lopapeysum, síðbrókum, húfum og vettlingum. Heimir segir áhuga breskra fjölmiðla á þessari einstöku söfnun vera með ólíkindum. Hann velti því jafnvel fyrir sér hvort tími sé kominn til að ráða fjölmiðlafulltrúa. „Daily Telegraph, Daily Mail og Fokal-Radio í Stoke hafa öll haft samband í dag," útskýrir Heimir sem hafði lítinn tíma til að spjalla enda bókaður í annað viðtal aðeins nokkrum mínútum seinna. BBC sjónvarpar ekki beint frá því þegar skipið kemur með gáminn. Heimir og Kolla verða ekki viðstödd þegar skipið leggur að landi. Þau fara út á miðvikudag til Hull og á fimmtudag taka þau á móti gámnum og verður BBC þá á staðnum og tekur við þau viðtal sem þeir senda út á föstudagsmorgninum í morgunþættinum. Breskir blaðamenn hafa velt því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum Íslendingar séu að leggja Bretum lið, svona í ljósi þess að bresk yfirvöld, með Gordon Brown fremstan í flokki, settu hryðjuverkalög á landið. Heimir svarar því yfirleitt til að þetta séu óskyld mál. „Okkur fannst bara skelfilegt til þess að hugsa að gamalmenni í vestrænu ríki væru að frjósa úr kulda," segir Heimir sem tekur þó fram að það hafi verið íslenskir feðgar, sem búsettir eru á Englandi, sem settu sig í samband við þau og þannig fór boltinn af stað.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira